Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2012 23:12 Louis Oosthuizen og Bubba Watson þakka fyrir hringinn. Mynd/AP Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Bubba Watson náði fjórum fuglum í röð á síðustu níu á lokahringnum og lék fjórða hringinn á fjórum höggum undir pari. Louis Oosthuizen lék á þremur höggum undir pari en hann átti ótrúlegt á annarri holu þegar hann fór par fimm holu á aðeins tveimur höggum. Lee Westwood, Matt Kuchar, Peter Hanson og Phil Mickelson urðu jafnir í þriðja sætinu á átta höggum undir pari. Það gekk ekki nógu vel hjá Peter Hanson sem var með eins högg forystu fyrir lokadaginn. Hanson fékk ekki fyrsta fuglinn fyrr en á fimmtándu holu en endaði hringinn á því að spila á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Phil Mickelson byrjaði mótið illa og hann byrjaði lokadaginn líka illa þegar hann tapaði þremur höggum á fjórðu holu. Mickelson vann þessi högg til baka en komst ekki nær efstu mönnum. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Bubba Watson náði fjórum fuglum í röð á síðustu níu á lokahringnum og lék fjórða hringinn á fjórum höggum undir pari. Louis Oosthuizen lék á þremur höggum undir pari en hann átti ótrúlegt á annarri holu þegar hann fór par fimm holu á aðeins tveimur höggum. Lee Westwood, Matt Kuchar, Peter Hanson og Phil Mickelson urðu jafnir í þriðja sætinu á átta höggum undir pari. Það gekk ekki nógu vel hjá Peter Hanson sem var með eins högg forystu fyrir lokadaginn. Hanson fékk ekki fyrsta fuglinn fyrr en á fimmtándu holu en endaði hringinn á því að spila á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Phil Mickelson byrjaði mótið illa og hann byrjaði lokadaginn líka illa þegar hann tapaði þremur höggum á fjórðu holu. Mickelson vann þessi högg til baka en komst ekki nær efstu mönnum.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira