Íslenski boltinn

19 ára stelpurnar úr leik - töpuðu naumt á móti Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 19 ára landsliðið.
Íslenska 19 ára landsliðið. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppnin EM en það var ljóst eftir 1-0 tap á móti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag. Íslensku stelpurnar fengu eitt stig og enduðu í neðsta sæti í riðlinum. Rúmenar urðu efstir og tryggðu sér því sæti í úrslitakeppninni.

Sigurmark Frakka kom strax á 8. mínútu leiksins en eins og segir í umfjöllun Tómasar Þóroddssonar á heimasíðu knattspyrnusambandsins þá beittu Frakkarnir ekkert ósvipaðri leikaðferð og hin liðin sem íslenska liðið hefur mætt, lágu til baka og sóttu hratt á íslenska liðið.

Íslenska liðið komst í 1-0 í fyrsta leiknum á móti Hollandi en fékk á sig jöfnunarmark undir lokin og tapaði síðan 0-2 fyrir Rúmeníu í leik tvö.

„Margt jákvætt má þó taka út úr þessari ferð, þó svo að úrslitin hafi ekki alveg fallið með okkur. Margar mjög ungar stúlkur höfðu lykilhlutverk í þessari keppni og voru t.d. 5 af yngsta ári og 5 af mið ári í 18 manna hóp. Þessi keppni á eftir að nýtast öllu liðinu gríðarlega vel inn í frekari verkefni í framtíðinni," segir ennfremur í umfjöllun Tómasar um leikinn inn á ksi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×