Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 13:30 Harringon, Ryo Ishikawwa og Patrick Cantlay ásamt ungum kylfusveinum sínum í Georgíu í gær. Nordic Photos / Getty Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira