Golf

Golfvellir landsins koma vel undan vetri

Frá Garðavelli á Akranesi.
Frá Garðavelli á Akranesi. Sigurður Elvar
Flestir golfvellir landsins koma vel undan vetri og nú styttist í að opnað verði inn á sumarflatir á mörgum þeirra. Forráðamenn Golfklúbbs Reykjavíkur hafa tilkynnt að opnað verði inn á sumarflatir á Grafarholtsvelli þann 1. maí og þann 28. apríl á Garðavelli á Akranesi. Korpúlfsstaðavöllur verður opnaður með formlegum hætti um næstu helgi þar sem að innanfélagsmót fer fram laugardaginn 21. apríl.

Veðurfarið undanfarnar vikur hefur verið afar hagstætt og er ljóst að golfvellir landsins eru mun fyrr á ferðinni en undanfarin ár.

Að venju er búið a opna inn á sumarflatir á golfvöllum á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum, en golfvellir á þessum svæðum eru yfirleitt nokkrum vikum á undan öðrum golfvöllum landsins. Einnig er búið að opna inná sumarflatir á Hellu og í Þorlákshöfn. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði opnar inn á sumarflatir þann 1. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×