Fótbolti

Dortmund með pálmann í höndum eftir sigur gegn Shalke

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lukasz Piszczek þegar hann skoraði sigurmark Borussia Dortmund.
Lukasz Piszczek þegar hann skoraði sigurmark Borussia Dortmund. Mynd. / Getty Images
Einir sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar ber helst að nefna frábær sigur Borussia Dortmund, 2-1, gegn Shalke á útivelli.

Jefferson Farfán kom Shalke yfir eftir tæplega tíu mínútna leik með fínu marki. Það tók Dortmund aðeins nokkrar mínútur að jafna metin en þar var að verki Lukasz Piszczek.

Þegar um hálftími var eftir af leiknum tryggði Sebastian Kehl gestunum sigur með flottu marki. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir Þýskalandsmeistarana en þeir eru við það að verja titilinn. Borussia Dortmund er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 72 stig.

Bayern Leverkusen og Hertha Berlin gerðu 3-3 jafntefli í miklum markaleik á BayArena í Leverkusen.

Bayern Munich og Mainz gerðu síðan 0-0 jafntefli á heimavelli FC Bayern og útlitið því orðið vænlegt fyrir Borussia Dortmund. FC Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 64 stig, átta stigum á eftir Dortmund.

Úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen - Hertha BSC - 3 - 3

Hamburger SV - Hannover - 1 - 0

Kaiserslautern - Nurnberg - 0 - 2

Schalke - Borussia Dortmund - 1 - 2

Wolfsburg - Augsburg - 1 - 2

Bayern Munich - Mainz - 0 - 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×