Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá 9. maí 2012 14:16 Við Ármótin í Breiðdalsá. Strengir Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja. Vegna kulda hefur lítið verið reynt að veiða í Breiðdalsá í vor en samkvæmt frétt Strengja lét Heimir Karlsson, gamalreyndur leiðsögumaður við ána, sig hafa kuldann. Hann uppskar þrjár bleikjur, ein var 54 sentímetrar, ein 50 en sú þriðja var eitthvað minni. "Varð hann var við fleiri fiska sem náðu ekki að taka almennilega. En allavega góðar fréttir að bleikjan er mætt á svæðið," segir í frétt Strengja. Ennfremur segir: "... það voru óvænt að losna stangir á topptíma í ágúst á laxasvæðum í ánni, þar er um að ræða stangir 4. - 7. ágúst, 19. -22. ágúst og 22. -25. ágúst eins og sjá má á vefnum." Þá er sjálfsagt að benda á það að Sjónvarpið mun næstu þrjá miðvikudaga sýna mynd þeirra bræðra Gunnars Helgasonar og Ásmundar Helgasonar „Leitin að stórlaxinum." Í myndinni eru meðal annars myndskeið frá Breiðdalsá. Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði
Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja. Vegna kulda hefur lítið verið reynt að veiða í Breiðdalsá í vor en samkvæmt frétt Strengja lét Heimir Karlsson, gamalreyndur leiðsögumaður við ána, sig hafa kuldann. Hann uppskar þrjár bleikjur, ein var 54 sentímetrar, ein 50 en sú þriðja var eitthvað minni. "Varð hann var við fleiri fiska sem náðu ekki að taka almennilega. En allavega góðar fréttir að bleikjan er mætt á svæðið," segir í frétt Strengja. Ennfremur segir: "... það voru óvænt að losna stangir á topptíma í ágúst á laxasvæðum í ánni, þar er um að ræða stangir 4. - 7. ágúst, 19. -22. ágúst og 22. -25. ágúst eins og sjá má á vefnum." Þá er sjálfsagt að benda á það að Sjónvarpið mun næstu þrjá miðvikudaga sýna mynd þeirra bræðra Gunnars Helgasonar og Ásmundar Helgasonar „Leitin að stórlaxinum." Í myndinni eru meðal annars myndskeið frá Breiðdalsá.
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði