Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2012 22:55 Sjávarfossinn, eða Fossinn eins og hann er oft kallaður, er í margra augum einkenni Elliðaánna. Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Lækka verð í sumarbyrjun í Blöndu Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði