Stórviðburður í Hörpu Trausti Júlíusson skrifar 3. maí 2012 09:55 Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira