Stórviðburður í Hörpu Trausti Júlíusson skrifar 3. maí 2012 09:55 Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu. Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Sveitin, sem í voru auk Ferrys meðal annars Brian Eno og Phil Manzanera, var undir miklum áhrifum frá myndlistinni, bæði hvað útlit, ímynd og sjálfa tónlistina varðar. Fyrstu Roxy Music-plöturnar eru á meðal flottustu verka rokksögunnar og höfðu mikil áhrif. Roxy hætti árið 1976, en var endurstofnuð 1978 og hefur starfað með hléum síðan. Ferill Ferrys hefur lengst af skipst á milli hljómsveitarinnar og sólóferilsins. Fysta sólóplatan hans, These Foolish Things, kom út 1973 og hafði að geyma gamla dægursmelli í nýjum búningum, en sú nýjasta, Olympia, kom út 2010. Í fyrra gerði Ferry víðreist til að fylgja henni eftir. Hann hefur samið mikið af flottum lögum og textum, sérstaklega á fyrrihluta ferilsins, en hann hefur líka gert sínar útgáfur af lögum annarra, m.a. mörgum Dylan-lögum. Ferry er frábær söngvari og mjög metnaðarfullur og kröfuharður tónlistarmaður. Aðdáendur Ferrys skiptast í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem dýrka gömlu Roxy-plöturnar, hins vegar þeir sem féllu fyrir ofurfágaða poppinu sem einkenndi tónlist Ferrys á níunda og tíunda áratugnum þegar lög eins og Avalon, More Than This og Slave to Love slógu í gegn. Ferry passar sig á því að höfða til beggja þessara hópa á tónleikum eins og sjá má á lagalistanum frá tónleikum í Berlín í desember. Þar tók hann 24 lög, mikið af gömlum Roxy-lögum, poppsmellina frá níunda áratugnum og nokkur tökulög, auk þriggja laga af Olympiu.
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira