Höldum kökubasar! Svavar Hávarðsson skrifar 2. maí 2012 15:08 Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. Lög eru sett af nauðsyn. Þess vegna segja lög á hverjum tíma meira um samfélagsgerðina en flest annað. Það er hins vegar eins með lögin í landinu og margt annað, að þau eldast ekkert sérstaklega vel. Þess vegna er það hluti af skyldum kjörinna fulltrúa okkar að aftengja lög sem hafa ekki staðist tímans tönn. Bara núna síðast í desember var til dæmis þegnskylda barna til þátttöku í landgræðslu afnumin, en samkvæmt lögum frá árinu 1974 gátu yfirvöld kallað börn til slíkra starfa, að því gefnu að þau væru "hraust og ófötluð." Af hverju í ósköpunum? Sennilega vegna landgræðslu- og gróðurverndaráætlunar sem stjórnvöld settu á fót af tilefni ellefu hundruð ára Íslandsbyggðar. Gott og vel. Það sem er á einum tíma sjálfsagt og eðlilegt er það ekki endilega á morgun. Í október í fyrra var útbýtt á Alþingi stjórnarfrumvarpi til breyt inga á lögum um matvæli. Eins og þingsköp gera ráð fyrir gekk málið til nefndar eftir umræður á þinginu. Nefndin fjallaði um málið á níu fundum á fimm mánaða tímabili en eftir þriðju umræðu í lok apríl voru lög samþykkt samhljóða. Tilefni málsins var að við innleiðingu evrópsku matvælalöggjafarinnar árið 2010 breyttust heimabakandi gamlar konur og börn nefnilega í matvælafyrirtæki í skilningi laganna og voru þess vegna háð opinberu eftirliti. Á grundvelli lagabreytingarinnar geta hins vegar velviljaðir aftur selt kleinur eða muffins til styrktar góðu málefni. Inngrip lögreglu er því ekki lengur áhyggjuefni þeirra sem vilja halda kökubasar. Já, löggjöf segir mikið um samfélagið. Hins vegar falla tanndráttarlögin frá 1888 og muffins-löggjöfin frá 2012 eiginlega í sama farvegi, finnst mér. Önnur lögin mega alveg standa áfram því við munum aldrei beita þeim. Hin lögin máttu líka standa óbreytt því við áttum aldrei að telja það nauðsynlegt að fara eftir þeim. Það sem á einum tíma er sjálfsagt og eðlilegt, á nefnilega stundum að vera það líka á morgun og um alla framtíð. Dæmi um það eru ömmur að selja bakkelsi til styrktar góðu málefni. Um það þurfum við ekki lög. Þau hafa nefnilega legið fyrir allan tímann - óskrifuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. Lög eru sett af nauðsyn. Þess vegna segja lög á hverjum tíma meira um samfélagsgerðina en flest annað. Það er hins vegar eins með lögin í landinu og margt annað, að þau eldast ekkert sérstaklega vel. Þess vegna er það hluti af skyldum kjörinna fulltrúa okkar að aftengja lög sem hafa ekki staðist tímans tönn. Bara núna síðast í desember var til dæmis þegnskylda barna til þátttöku í landgræðslu afnumin, en samkvæmt lögum frá árinu 1974 gátu yfirvöld kallað börn til slíkra starfa, að því gefnu að þau væru "hraust og ófötluð." Af hverju í ósköpunum? Sennilega vegna landgræðslu- og gróðurverndaráætlunar sem stjórnvöld settu á fót af tilefni ellefu hundruð ára Íslandsbyggðar. Gott og vel. Það sem er á einum tíma sjálfsagt og eðlilegt er það ekki endilega á morgun. Í október í fyrra var útbýtt á Alþingi stjórnarfrumvarpi til breyt inga á lögum um matvæli. Eins og þingsköp gera ráð fyrir gekk málið til nefndar eftir umræður á þinginu. Nefndin fjallaði um málið á níu fundum á fimm mánaða tímabili en eftir þriðju umræðu í lok apríl voru lög samþykkt samhljóða. Tilefni málsins var að við innleiðingu evrópsku matvælalöggjafarinnar árið 2010 breyttust heimabakandi gamlar konur og börn nefnilega í matvælafyrirtæki í skilningi laganna og voru þess vegna háð opinberu eftirliti. Á grundvelli lagabreytingarinnar geta hins vegar velviljaðir aftur selt kleinur eða muffins til styrktar góðu málefni. Inngrip lögreglu er því ekki lengur áhyggjuefni þeirra sem vilja halda kökubasar. Já, löggjöf segir mikið um samfélagið. Hins vegar falla tanndráttarlögin frá 1888 og muffins-löggjöfin frá 2012 eiginlega í sama farvegi, finnst mér. Önnur lögin mega alveg standa áfram því við munum aldrei beita þeim. Hin lögin máttu líka standa óbreytt því við áttum aldrei að telja það nauðsynlegt að fara eftir þeim. Það sem á einum tíma er sjálfsagt og eðlilegt, á nefnilega stundum að vera það líka á morgun og um alla framtíð. Dæmi um það eru ömmur að selja bakkelsi til styrktar góðu málefni. Um það þurfum við ekki lög. Þau hafa nefnilega legið fyrir allan tímann - óskrifuð.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun