Vorveiðin í Elliðaánum byrjar rólega Trausti Hafliðason skrifar 1. maí 2012 15:55 Vera Ísafold var mjög ánægð með aflann í morgun en hún var með pabba sínum og afa við veiðar í Elliðaánum. Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Veiðivötnum Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði
Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Veiðivötnum Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði