Veiðibúðir á Grænlandi opna í júlí Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2012 23:52 Náttúra Grænlands á sér engan samanburð og spurt er: hver vill ekki egna fyrir bleikju í þessu umhverfi? Lax-á stefnir að því að opna glæsilegar veiðibúðir sínar á Grænlandi þann 18. júlí. Á heimasíðu veiðifélagsins kemur fram að á dögunum fóru nokkrir gámar af nauðsynjum á leið til Grænlands frá Íslandi og aðrir fjórir á leiðinni frá Eistlandi til Quaqartoq í Suður - Grænlandi. Uppbyggingin er á eftir upphaflegri áætlun en nú hillir undir að glæsileg aðstaða rísi og gefi veiðimönnum tækifæri til að upplifa Grænland og veiði í þessu fallega landi á nýjan hátt. Búðirnar munu saman standa af 16 húsum, af þeim eru eitt baðhús með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða og sturtur og mataraðstaða undir þaki. Veiðibúðirnar verða staðsettar í villtri náttúru Grænlands og á besta stað fyrir bæði hreindýra og bleikjuveiði. Margar ár og dalir eru í nágrenni veiðibúðanna en bleikjurnar í Grænlandi geta farið í 10 pundin en algengast er að þær séu frá 2-7 pund að stærð. Veitt er að vild og ráða menn því hvort þeir taka með sér aflan eða sleppa en sagan segir að varla sé hægt að fá betri fisk á grillið á kvöldin en grænlenska bleikju. Veiðibúðirnar verða þær einu á Grænlandi og eru staðsettar nálægt bleikjuveiðiá þar sem veiðimenn geta skroppið á kvöldin og náð sér í eina bleikju til að skella á grillið eða njóta óspilltri nátturunni allt í kring. Búðirnar eru hannaðar með það í huga að gestir og veiðimenn geta notið þess að vera í óbyggðum Grænlands. Ekki er um að ræða fyrsta flokks lúxus heldur búðir sem munu sjá gestum fyrir öllum nauðsynjum í veiðiferðum; þægilegt rúm, útisturtur og salerni. Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði
Lax-á stefnir að því að opna glæsilegar veiðibúðir sínar á Grænlandi þann 18. júlí. Á heimasíðu veiðifélagsins kemur fram að á dögunum fóru nokkrir gámar af nauðsynjum á leið til Grænlands frá Íslandi og aðrir fjórir á leiðinni frá Eistlandi til Quaqartoq í Suður - Grænlandi. Uppbyggingin er á eftir upphaflegri áætlun en nú hillir undir að glæsileg aðstaða rísi og gefi veiðimönnum tækifæri til að upplifa Grænland og veiði í þessu fallega landi á nýjan hátt. Búðirnar munu saman standa af 16 húsum, af þeim eru eitt baðhús með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða og sturtur og mataraðstaða undir þaki. Veiðibúðirnar verða staðsettar í villtri náttúru Grænlands og á besta stað fyrir bæði hreindýra og bleikjuveiði. Margar ár og dalir eru í nágrenni veiðibúðanna en bleikjurnar í Grænlandi geta farið í 10 pundin en algengast er að þær séu frá 2-7 pund að stærð. Veitt er að vild og ráða menn því hvort þeir taka með sér aflan eða sleppa en sagan segir að varla sé hægt að fá betri fisk á grillið á kvöldin en grænlenska bleikju. Veiðibúðirnar verða þær einu á Grænlandi og eru staðsettar nálægt bleikjuveiðiá þar sem veiðimenn geta skroppið á kvöldin og náð sér í eina bleikju til að skella á grillið eða njóta óspilltri nátturunni allt í kring. Búðirnar eru hannaðar með það í huga að gestir og veiðimenn geta notið þess að vera í óbyggðum Grænlands. Ekki er um að ræða fyrsta flokks lúxus heldur búðir sem munu sjá gestum fyrir öllum nauðsynjum í veiðiferðum; þægilegt rúm, útisturtur og salerni.
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði