Eimskipsmótaröðin: Birgir Leifur sigraði eftir harða baráttu 27. maí 2012 19:13 Birgir Leifur Hafþórsson. seth Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira