Golf

Eimskipsmótaröðin: Þetta var fullkomið golfhögg

Einar Haukur Óskarsson með boltann sem fór beint ofaní holuna á 13. eftir upphafshöggið í dag.
Einar Haukur Óskarsson með boltann sem fór beint ofaní holuna á 13. eftir upphafshöggið í dag. seth
„Þetta var fullkomið golfhögg," sagði Einar Haukur Óskarsson kylfingur úr Keili sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut Hólmsvallar í Leiru í dag á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Það sem er merkilegt við höggið hjá Einari er að hann er fyrsti kylfingurinn sem nær draumahögginu af hvítum teigum á þessum velli enda er þessi par 3 braut ekkert lamb að leika sér við. Um 210 metra löng

„Ég sló með 4-járni og ég fann um leið að þetta var gott högg. Boltinn fór aðeins í sveig til vinstri, lenti svona fimm metra frá holunni og rúllaði í átt að flagginu. Axel Bóasson, sem var með mér í ráshóp, hann reif upp fjarlægðakíkirinn og til þess að sjá hvort að boltinn væri enn á flötinni. Hann sá ekki neitt við fögnuðum því á teignum," bætti Einar við. Þetta er í fimmta sinn sem Einar fer holu í höggi en aðeins í annað sinn sem það er skráð.

Einar lék vel í dag á lokakeppnisdeginum en hann var á einu höggi undir pari vallar og samtals á +3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×