Eimskipsmótaröðin: Ísak slakaði á með kærustunni yfir Júróvisjón 27. maí 2012 14:03 „Ég eyddi gærkvöldinu bara með kærustunni að fylgjast með Júróvisjón," sagði Ísak Jasonarson úr Keili þegar hann mætti til leiks á lokakeppnisdegi fyrsta mótsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ísak er á 17. aldursári og er ekki með bílpróf en hann er ekkert stressaður yfir því að vera í síðasta ráshópnum í dag með einum reynslumesta kylfing landsins. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak eru jafnir í efsta sæti á 72 höggum en þeir léku báðir á pari Hólmsvallar í Leiru í vondu veðri í gær. „Ég fékk far hingað með Arnóri vini mínum," sagði Ísak þegar hann var spurður að því hvernig hann hafi komið sér á keppnisstaðinn. „Mér líst vel á þetta í dag, frábærar aðstæður og miklu skemmtilegra að spila í svona veðri. Birgir Leifur er einn af þeim kylfingum sem ég hef litið upp til á undanförnum árum. Ég hlakka bara til að fá að spila með honum," bætti Ísak við. Unglingurinn úr Keili er ekki með kylfubera með sér í þessu móti frekar en öðrum mótum . „Mér finnst betra að vera einn og ég er að vanur því að vera ekki með aðstoðarmann. Ég þarf að spila á hörkuskori ef ég ætla mér að halda mig við toppinn. Skorið hjá mér kom mér ekkert á óvart í gær en það kom á óvart í hvaða sæti það skilaði mér," sagði Ísak Jasonarson. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
„Ég eyddi gærkvöldinu bara með kærustunni að fylgjast með Júróvisjón," sagði Ísak Jasonarson úr Keili þegar hann mætti til leiks á lokakeppnisdegi fyrsta mótsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi á Hólmsvelli í Leiru í dag. Ísak er á 17. aldursári og er ekki með bílpróf en hann er ekkert stressaður yfir því að vera í síðasta ráshópnum í dag með einum reynslumesta kylfing landsins. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ísak eru jafnir í efsta sæti á 72 höggum en þeir léku báðir á pari Hólmsvallar í Leiru í vondu veðri í gær. „Ég fékk far hingað með Arnóri vini mínum," sagði Ísak þegar hann var spurður að því hvernig hann hafi komið sér á keppnisstaðinn. „Mér líst vel á þetta í dag, frábærar aðstæður og miklu skemmtilegra að spila í svona veðri. Birgir Leifur er einn af þeim kylfingum sem ég hef litið upp til á undanförnum árum. Ég hlakka bara til að fá að spila með honum," bætti Ísak við. Unglingurinn úr Keili er ekki með kylfubera með sér í þessu móti frekar en öðrum mótum . „Mér finnst betra að vera einn og ég er að vanur því að vera ekki með aðstoðarmann. Ég þarf að spila á hörkuskori ef ég ætla mér að halda mig við toppinn. Skorið hjá mér kom mér ekkert á óvart í gær en það kom á óvart í hvaða sæti það skilaði mér," sagði Ísak Jasonarson.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira