Pirraður veiddi tvo stráka á vindsæng Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. maí 2012 18:00 Veiðimenn þurfa að búa við bekkurinn í Elliðaárdal er stundum þétt setinn. Mynd/GVA Borgarstjórn samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi sem gerir líkamsræktarstöðinni Bootcamp kleift að hefja starfsemi í húsi Fornbílaklúbbs Íslands í Elliðarárdal. Fjórar vikur eru þar til laxveiðitímabilið í Elliðaánum hefst. „Sem veiðimaður tel ég að öll aukin umferð á svæðinu sé óæskileg," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um hugsanleg áhrif nýju starfseminnar á veiðimenn. „En að sjálfsögðu þurfa veiðimenn og aðrir náttúruunnendur í Elliðaárdal að geta lifað saman og notið sinnar útvistar án þess að troða örðrum neitt um tær og sem betur fer hafa árekstrar verið tiltölulega fátíðir í gegnum tíðina," bætir Bjarni við. Sem dæmi um mikilvægi þess fyrir veiðimenn að láta ekki áreiti úr umhverfinu spilla ánægjunni við árbakkann segir Bjarni þó sögu úr Elliðaánum. „Man reyndar eftir góðum félaga mínum sem varð frekar pirraður þegar hann var að veiða Kisturnar og tveir guttar komu róandi niður Hólshylinn á vindsæng. Hann sá aðeins eftir því að hafa hastað á strákana, en sá reyndar meira eftir því að hafa kastað túpu viljandi og krækt í skrambans vindsængina!" rifjar Bjarni upp. "Félagi minn skammast sín ennþá fyrir þetta. Hann sá eftir pirringnum og sagðist ekki hafa náð sambandi við ánna aftur þann eftirmiðdaginn." Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði
Borgarstjórn samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi sem gerir líkamsræktarstöðinni Bootcamp kleift að hefja starfsemi í húsi Fornbílaklúbbs Íslands í Elliðarárdal. Fjórar vikur eru þar til laxveiðitímabilið í Elliðaánum hefst. „Sem veiðimaður tel ég að öll aukin umferð á svæðinu sé óæskileg," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um hugsanleg áhrif nýju starfseminnar á veiðimenn. „En að sjálfsögðu þurfa veiðimenn og aðrir náttúruunnendur í Elliðaárdal að geta lifað saman og notið sinnar útvistar án þess að troða örðrum neitt um tær og sem betur fer hafa árekstrar verið tiltölulega fátíðir í gegnum tíðina," bætir Bjarni við. Sem dæmi um mikilvægi þess fyrir veiðimenn að láta ekki áreiti úr umhverfinu spilla ánægjunni við árbakkann segir Bjarni þó sögu úr Elliðaánum. „Man reyndar eftir góðum félaga mínum sem varð frekar pirraður þegar hann var að veiða Kisturnar og tveir guttar komu róandi niður Hólshylinn á vindsæng. Hann sá aðeins eftir því að hafa hastað á strákana, en sá reyndar meira eftir því að hafa kastað túpu viljandi og krækt í skrambans vindsængina!" rifjar Bjarni upp. "Félagi minn skammast sín ennþá fyrir þetta. Hann sá eftir pirringnum og sagðist ekki hafa náð sambandi við ánna aftur þann eftirmiðdaginn."
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Hrun í smálaxastofninum er ekki einsdæmi á Íslandi Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði