Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana 22. maí 2012 14:54 Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur munu kenna ásamt Herði Birgi Hafsteinssyni. Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir verða með ókeypis flugukastnámskeið fyrir börn og unglinga félagsmanna Stangveiðifélags Reykjavíkur í lok mánaðarins. Bræðurnir eru ekki hvað síst þekktir fyrir veiðimyndir sínar "Með öngulinn í rassinum" og "Leitin að stórlaxinum" en verið að sýna þá síðarnefndu í Sjónvarpinu og verður síðasti þátturinn sýndur annað kvöld klukkan 20.55. Bræðrunum til fulltingis verður Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR og flugukastmeistari. Á vef SVFR kemur fram að námskeiðin verða haldin dagana 29. og 30. maí og munu standa frá klukkan 18 til 20 báða dagana. Námskeiðið er opið byrjendum sem og þeim sem lengra eru komnir. Kennt verður að kasta með einhendu og leitast við að hjálpa hverjum og einum í samræmi við getustig. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru 18 ára og yngri og er ekkert þátttökugjald. Þeir sem hafa áhuga á að skrá börn sín til leiks eru beðnir um að hafa samband við SVFR á olga@svfr.is merkt "Kastnámskeið fyrir börn."Námskeiðslýsing:29. maí:Stangir settar saman.Kastað án línu.Kastað með línu á grasi án flugu.Gengið frá stöng og línu30. maí:Stangir settar samanHnútakennslaKastæfingar við vatn með fluguGengið frá stöng og línuÞátttakendur eiga að mæta með sínar eigin stangir. Helst þær stangir sem þau munu nota á bakkanum í sumar. Mæting er við félagsheimili SVFR klukkan 17.45 með ósamsettar stangir. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á föstudaginn Veiði
Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir verða með ókeypis flugukastnámskeið fyrir börn og unglinga félagsmanna Stangveiðifélags Reykjavíkur í lok mánaðarins. Bræðurnir eru ekki hvað síst þekktir fyrir veiðimyndir sínar "Með öngulinn í rassinum" og "Leitin að stórlaxinum" en verið að sýna þá síðarnefndu í Sjónvarpinu og verður síðasti þátturinn sýndur annað kvöld klukkan 20.55. Bræðrunum til fulltingis verður Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR og flugukastmeistari. Á vef SVFR kemur fram að námskeiðin verða haldin dagana 29. og 30. maí og munu standa frá klukkan 18 til 20 báða dagana. Námskeiðið er opið byrjendum sem og þeim sem lengra eru komnir. Kennt verður að kasta með einhendu og leitast við að hjálpa hverjum og einum í samræmi við getustig. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru 18 ára og yngri og er ekkert þátttökugjald. Þeir sem hafa áhuga á að skrá börn sín til leiks eru beðnir um að hafa samband við SVFR á olga@svfr.is merkt "Kastnámskeið fyrir börn."Námskeiðslýsing:29. maí:Stangir settar saman.Kastað án línu.Kastað með línu á grasi án flugu.Gengið frá stöng og línu30. maí:Stangir settar samanHnútakennslaKastæfingar við vatn með fluguGengið frá stöng og línuÞátttakendur eiga að mæta með sínar eigin stangir. Helst þær stangir sem þau munu nota á bakkanum í sumar. Mæting er við félagsheimili SVFR klukkan 17.45 með ósamsettar stangir.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á föstudaginn Veiði