Stóraukin umfjöllun um golfið á Stöð 2 sport í sumar 22. maí 2012 17:45 Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. Vilhelm. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft á Stöð 2 Sport í allt sumar og fram á haust. Það hefur verið tryggt með nýjum víðtækum samstarfssamningi milli Stöðvar 2 Sports og GSÍ sem kynntur var á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Golfsambandsins fyrr í dag. Samstarfið felur m.a. í sér beinar útsendingar og ítarlega umfjöllun um Eimskipsmótaröðina, golfíþróttina almennt og allt það sem viðkemur golfiðkun í vikulegum þáttum sem verða á dagskrá í allt sumar. Segja má að nokkur konar golfæði hafi ríkt á Íslandi undanfarin sumur og hefur þessi stóraukni áhugi á golfíþróttinni bæði gert vart við sig með auknum vinsældum golfmótaraðanna sem og sífellt vaxandi golfiðkun meðal almennings. Er markmiðið með þessu tímamóta samkomulagi að endurspegla þennan aukna áhuga og gefa íslenska golfinu þann sess sem það á skilið í sjónvarpi. Golfþættir alla þriðjudaga í sumar og fram á haust á Stöð 2 sportJón Ásgeir Eyjólfsson forseti Golfsambands Íslands.Vilhelm Alla þriðjudaga í sumar verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport sérstakir þættir þar sem íslenska golfinu verða gerð fjölbreytt og góð skil. Hvern þriðjudag á eftir mótshelgi í Eimskipsmótaröðinni verður viðkomandi mót tekið fyrir og gert upp í sérstökum þætti í umsjá Sigurðar Elvars Þórólfssonar íþróttafréttastjóra 365 miðla. Aðra þriðjudaga verða það svo Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson sem ráða ríkjum í nýjum þáttum þar sem þeir munu fjalla um golfiðkun frá öllum mögulegum hliðum. Þar leggja þeir upp með að golfið sé ekki bara áhugamál eða keppnisíþrótt heldur lífstíll sem merkilega stór hluti þjóðarinnar hefur tileinkað sér og lifir samkvæmt sumarlangt og jafnvel enn stærri hluta ársins. Í þættinum verður komið víða við og m.a. boðið upp á kennslu fyrir hinn almenna kylfing, glæsilegustu vellir og brautir landsins skoðaðar og rætt við skemmtilega kylfinga sem luma góðum golfsögum. Bein útsending frá Íslandsmótinu í höggleik á Hellu Ari Edwald forstjóri 365 miðla.Vilhelm.Þess ber svo að geta að Stöð 2 Sport mun bjóða uppá beina útsendingu frá sjálfu Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandavelli á Hellu dagana 26.-29. júlí en kynnar og lýsendur í þessari umfangsmiklu sjónvarpsútsendingu verða þeir Logi Bergmann og Þorsteinn Hallgrímsson. Einnig sýnir Stöð 2 Sport vandaðan þátt um Einvígið á Nesinu, sem þykir eitt skemmtilegasta mót sumarsins. Um árabil hefur Logi Bergmann boðað fremstu kylfinga landsins þangað til leiks í holukeppni sem fram fer á Nesvellinum. Umfjöllun um Herminator-góðgerðarmótið verður á sínum stað en það er árlegt golfmót sem Hermann Hreiðarsson heldur út í Vestmannaeyjum. Helstu stjörnur landsins mæta þar til leiks, skrautlega búnar og skemmta sér og öðrum á golfvellinum, allt í þágu góðs málefni. Ari Edwald forstjóri 365 miðla segist afar ánægður með að íslenska golfið fái nú enn veglegri sess á Stöð 2 Sport. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu samstarfi við GSÍ, enda er golfíþróttin mjög vinsæl og í miklum vexti sem fjölskylduíþrótt. Og einmitt þess vegna er það sannfæring okkar að íslenska golfið eigi ennþá fullt inni sem sjónvarpsefni. " Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft á Stöð 2 Sport í allt sumar og fram á haust. Það hefur verið tryggt með nýjum víðtækum samstarfssamningi milli Stöðvar 2 Sports og GSÍ sem kynntur var á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Golfsambandsins fyrr í dag. Samstarfið felur m.a. í sér beinar útsendingar og ítarlega umfjöllun um Eimskipsmótaröðina, golfíþróttina almennt og allt það sem viðkemur golfiðkun í vikulegum þáttum sem verða á dagskrá í allt sumar. Segja má að nokkur konar golfæði hafi ríkt á Íslandi undanfarin sumur og hefur þessi stóraukni áhugi á golfíþróttinni bæði gert vart við sig með auknum vinsældum golfmótaraðanna sem og sífellt vaxandi golfiðkun meðal almennings. Er markmiðið með þessu tímamóta samkomulagi að endurspegla þennan aukna áhuga og gefa íslenska golfinu þann sess sem það á skilið í sjónvarpi. Golfþættir alla þriðjudaga í sumar og fram á haust á Stöð 2 sportJón Ásgeir Eyjólfsson forseti Golfsambands Íslands.Vilhelm Alla þriðjudaga í sumar verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport sérstakir þættir þar sem íslenska golfinu verða gerð fjölbreytt og góð skil. Hvern þriðjudag á eftir mótshelgi í Eimskipsmótaröðinni verður viðkomandi mót tekið fyrir og gert upp í sérstökum þætti í umsjá Sigurðar Elvars Þórólfssonar íþróttafréttastjóra 365 miðla. Aðra þriðjudaga verða það svo Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson sem ráða ríkjum í nýjum þáttum þar sem þeir munu fjalla um golfiðkun frá öllum mögulegum hliðum. Þar leggja þeir upp með að golfið sé ekki bara áhugamál eða keppnisíþrótt heldur lífstíll sem merkilega stór hluti þjóðarinnar hefur tileinkað sér og lifir samkvæmt sumarlangt og jafnvel enn stærri hluta ársins. Í þættinum verður komið víða við og m.a. boðið upp á kennslu fyrir hinn almenna kylfing, glæsilegustu vellir og brautir landsins skoðaðar og rætt við skemmtilega kylfinga sem luma góðum golfsögum. Bein útsending frá Íslandsmótinu í höggleik á Hellu Ari Edwald forstjóri 365 miðla.Vilhelm.Þess ber svo að geta að Stöð 2 Sport mun bjóða uppá beina útsendingu frá sjálfu Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandavelli á Hellu dagana 26.-29. júlí en kynnar og lýsendur í þessari umfangsmiklu sjónvarpsútsendingu verða þeir Logi Bergmann og Þorsteinn Hallgrímsson. Einnig sýnir Stöð 2 Sport vandaðan þátt um Einvígið á Nesinu, sem þykir eitt skemmtilegasta mót sumarsins. Um árabil hefur Logi Bergmann boðað fremstu kylfinga landsins þangað til leiks í holukeppni sem fram fer á Nesvellinum. Umfjöllun um Herminator-góðgerðarmótið verður á sínum stað en það er árlegt golfmót sem Hermann Hreiðarsson heldur út í Vestmannaeyjum. Helstu stjörnur landsins mæta þar til leiks, skrautlega búnar og skemmta sér og öðrum á golfvellinum, allt í þágu góðs málefni. Ari Edwald forstjóri 365 miðla segist afar ánægður með að íslenska golfið fái nú enn veglegri sess á Stöð 2 Sport. „Við erum mjög spenntir fyrir þessu samstarfi við GSÍ, enda er golfíþróttin mjög vinsæl og í miklum vexti sem fjölskylduíþrótt. Og einmitt þess vegna er það sannfæring okkar að íslenska golfið eigi ennþá fullt inni sem sjónvarpsefni. "
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira