Allir í fiski í Laxá Svavar Hávarðsson skrifar 31. maí 2012 11:38 Gústaf Gústafsson veiðibloggari með 65 sentimetra urriða í Laxárdalnum í fyrra. http://gustig.blog.is/blog/gustig/ Veiði hófst í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal í gær í blíðuveðri. Fyrsti dagurinn lofar góðu enda allir veiðimenn í fiski. Veiðivísir sló á þráðinn til Bjarna Höskuldssonar, umsjónarmanns SVFR við ána, þegar menn voru að týnast í hús í gærkvöldi. „Menn voru mjög spenntir þegar menn lögðust til hvílu. Þetta gekk síðan ljómandi vel í morgun, fiskur er vænn og menn eru að sjá töluvert mikið af fiski", sagði Bjarni. Að hans sögn var veður einstaklega gott og rifjaði hann upp aðstæður við opnunina í fyrrasumar. Þá var í raun vetrarveður og lítið veiddist, en eins og menn muna frestaðist sumarkoma á Norður- og Austurlandi vel fram í júnímánuð. Niðri í Laxárdal voru urriðarnir sérstaklega vænir, mikið af 4-5 punda fiskum. „Ég var búinn að heyra af einum sem var 60 sentimetrar og það er 5-6 punda fiskur ef hann var vel haldinn. En það virðist einmitt vera tilfellið, urriðinn kemur vel undan vetri." Veitt er á 24 stangir; tíu stangir í Laxárdalnum og 14 í Mývatnssveitinni. „Menn eru afar sáttir enda voru allir veiðimenn með fisk, að því að ég best veit. Ég er ekki með nákvæmar tölur eftir daginn en fiskurinn er fallegur og feitur, sem er fyrir mestu." Á stangveiðivefnum flugur.is kemur fram að veiðimaður sem byrjaði í Hofstaðaey í Laxárdalnum landaði 12 urriðum, mest í Skriðuflóa. Einnig kemur fram í fréttinni að átta fiskar fengust í Hólkotsflóa á Hamri. Blíðu er spáð um og yfir helgina svo þeir sem tryggðu sér leyfi í þessari bestu urriðaveiðiá heims (já Veiðivísir fullyrðir að svo sé) eru í hrikalega góðum málum. Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Veiði hófst í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal í gær í blíðuveðri. Fyrsti dagurinn lofar góðu enda allir veiðimenn í fiski. Veiðivísir sló á þráðinn til Bjarna Höskuldssonar, umsjónarmanns SVFR við ána, þegar menn voru að týnast í hús í gærkvöldi. „Menn voru mjög spenntir þegar menn lögðust til hvílu. Þetta gekk síðan ljómandi vel í morgun, fiskur er vænn og menn eru að sjá töluvert mikið af fiski", sagði Bjarni. Að hans sögn var veður einstaklega gott og rifjaði hann upp aðstæður við opnunina í fyrrasumar. Þá var í raun vetrarveður og lítið veiddist, en eins og menn muna frestaðist sumarkoma á Norður- og Austurlandi vel fram í júnímánuð. Niðri í Laxárdal voru urriðarnir sérstaklega vænir, mikið af 4-5 punda fiskum. „Ég var búinn að heyra af einum sem var 60 sentimetrar og það er 5-6 punda fiskur ef hann var vel haldinn. En það virðist einmitt vera tilfellið, urriðinn kemur vel undan vetri." Veitt er á 24 stangir; tíu stangir í Laxárdalnum og 14 í Mývatnssveitinni. „Menn eru afar sáttir enda voru allir veiðimenn með fisk, að því að ég best veit. Ég er ekki með nákvæmar tölur eftir daginn en fiskurinn er fallegur og feitur, sem er fyrir mestu." Á stangveiðivefnum flugur.is kemur fram að veiðimaður sem byrjaði í Hofstaðaey í Laxárdalnum landaði 12 urriðum, mest í Skriðuflóa. Einnig kemur fram í fréttinni að átta fiskar fengust í Hólkotsflóa á Hamri. Blíðu er spáð um og yfir helgina svo þeir sem tryggðu sér leyfi í þessari bestu urriðaveiðiá heims (já Veiðivísir fullyrðir að svo sé) eru í hrikalega góðum málum.
Stangveiði Mest lesið Vefsala SVFR opnuð Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði 9 laxar á land í Hítará Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði