Handbolti

Íslendingarnir í aðalhlutverki hjá AG í úrslitaleiknum - myndir

Ólafur Stefánsson á ferðinni í kvöld.
Ólafur Stefánsson á ferðinni í kvöld. mynd/ole nielsen
Íslendingarnir í danska ofurliðinu AG voru ansi atkvæðamiklir í kvöld þegar liðið svo gott sem tryggði sér danska meistaratitilinn með mögnuðum ellefu marka sigri, 30-19, á Bjerringbro-Silkeborg í fyrri leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Danskir fjölmiðlar óskuðu leikmönnum til hamingju með titilinn eftir leikinn enda afar ólíklegt að AG tapi seinni leiknum um helgina með tólf marka mun.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði AG í kvöld með sjö mörk, Ólafur Stefánsson skoraði fimm og þeir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson þrjú mörk hvor. Alls 18 íslensk mörk af 30.

Okkar maður í Árósum, Ole Nielsen, var á vellinum og tók nokkrar myndir af strákunum okkar.

Þær má sjá í albúminu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×