Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 11:30 Rory McIlroy. Mynd/Nordic Photos/Getty Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð. Rory McIlroy hefur leikið fyrstu 36 holurnar á sjö höggum undir pari og er með eins högg forskot á þrjá Bandaríkjamenn en þessi 23 ára gamli kylfingur endaði annan hringinn á því að fá þrjú fugla á síðustu fjórum holunum. Rory McIlroy hefur titil að verja eftir eina viku þegar opna bandaríska mótið hefst og það gleðjast því margir yfir því að sjá hann finna formið sitt á nýjan leik. McIlroy spilaði fyrsta hringinn á 68 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann fékk meðal annars örn á þriðju í gær og var einnig nálægt því að ná öðrum erni seinna á hringnum. „Aðalmarkmiðið mitt var að sjá einhverja bætingu og vera með í baráttunni. Það er gaman að sjá nafnið mitt meðal efstu manna og gott að fá að vera með á helginni. Ég hef góða möguleika á því að gera góða hluti á þessu móti, þetta ætti að vera góð reynsla fyrir mig og flottur undirbúningur fyrir opna bandaríska mótið í næstu viku. Ég er ánægður með hvernig ég er að spila og hversu vel mér gengur að stjórna golfboltanum," sagði Rory McIlroy.Efstu menn eftir 36 holur á St Jude Classic golfmótinu: -7: R McIlroy -6: JB Holmes, J Maggert, K Stadler -5: J Merrick, C Campbell, K Kisner -4: K Duke, D Love, Seung-Yul Noh, P Harrington
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira