21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Trausti Hafliðason skrifar 7. júní 2012 15:42 Nuno Servo, oft kenndur við Tapasbarinn, er hér að kljást við lax í Blöndu. Fjórir laxar veiddust fyrir hádegi í Blöndu í dag og lauk opnunarhollið því veiðinni með því að landa 21 laxi. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-Á, er himinlifandi með opnunina. "Þetta alveg frábær byrjun - eiginlega algjör snilldarbyrjun," segir Stefán. "'Ég held ég geti fullyrt að þetta sé næstbesta opnun í Blöndu síðan Lax-Á tók við ánni, en það var í kringum árið 2000. Þetta er ekki síst gott í ljósi þess að þarna voru nýir menn að opna ána og aðstæður voru kannski ekki alveg eins og best verður á kosið. Það var mjög kalt í veðri þessa fyrstu daga. Það má líka koma því á framfæri að það eru komnir 23 laxar í gegnum teljarann, sem er rétt fyrir ofan veiðisvæði I, en það er mjög óvenjulegt á þessum árstíma að svo margir séu gengnir þarna uppeftir." Stærsti laxinn kom fyrsta daginn en þá veiddi Hermann Svendsen fallega 17 punda hrygnu. Annars voru laxarnir flestir á bilinu 10 til 17 pund. Stefán segir að skiptingin á milli þeirra sem veiddir voru á maðk annars vegar og flugu hins vegar sé svona um það bil jöfn en það veiddust til að mynda 9 laxar á Breiðunni þar sem einungis má veiða á flugu. Bjartsýnn fyrir sumarið Í ljósi þessarar góðu opnunar í Blöndu og Norðurá segist Stefán mjög bjartsýnn á laxveiðina í byrjun sumars. "Það eru komnir fiskar í ótrúlega margar ár, meira að segja Rangárnar. Þá man ég ekki eftir svona góðri opnun í Norðurá. Þegar maður skoðar þetta allt saman er ekki annað hægt en að vera vongóður fyrir sumarið."Veiðivísir fékk í gær rangar upplýsingar um heildarveiðina í Blöndu. Í gær veiddust sjö laxar í heildina en ekki átta. Stangveiði Mest lesið Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Ytri Rangá opnaði í morgun Veiði Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði
Fjórir laxar veiddust fyrir hádegi í Blöndu í dag og lauk opnunarhollið því veiðinni með því að landa 21 laxi. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-Á, er himinlifandi með opnunina. "Þetta alveg frábær byrjun - eiginlega algjör snilldarbyrjun," segir Stefán. "'Ég held ég geti fullyrt að þetta sé næstbesta opnun í Blöndu síðan Lax-Á tók við ánni, en það var í kringum árið 2000. Þetta er ekki síst gott í ljósi þess að þarna voru nýir menn að opna ána og aðstæður voru kannski ekki alveg eins og best verður á kosið. Það var mjög kalt í veðri þessa fyrstu daga. Það má líka koma því á framfæri að það eru komnir 23 laxar í gegnum teljarann, sem er rétt fyrir ofan veiðisvæði I, en það er mjög óvenjulegt á þessum árstíma að svo margir séu gengnir þarna uppeftir." Stærsti laxinn kom fyrsta daginn en þá veiddi Hermann Svendsen fallega 17 punda hrygnu. Annars voru laxarnir flestir á bilinu 10 til 17 pund. Stefán segir að skiptingin á milli þeirra sem veiddir voru á maðk annars vegar og flugu hins vegar sé svona um það bil jöfn en það veiddust til að mynda 9 laxar á Breiðunni þar sem einungis má veiða á flugu. Bjartsýnn fyrir sumarið Í ljósi þessarar góðu opnunar í Blöndu og Norðurá segist Stefán mjög bjartsýnn á laxveiðina í byrjun sumars. "Það eru komnir fiskar í ótrúlega margar ár, meira að segja Rangárnar. Þá man ég ekki eftir svona góðri opnun í Norðurá. Þegar maður skoðar þetta allt saman er ekki annað hægt en að vera vongóður fyrir sumarið."Veiðivísir fékk í gær rangar upplýsingar um heildarveiðina í Blöndu. Í gær veiddust sjö laxar í heildina en ekki átta.
Stangveiði Mest lesið Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Ágætis opnun í Hítará og Grímsá Veiði Ytri Rangá opnaði í morgun Veiði Opnunarhollið í Blöndu með 11 laxa Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði