Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Svavar Hávarðsson skrifar 6. júní 2012 23:09 Þórdís Klara Bridde með gullfallega hrygnu úr Norðurá. Bjarni Júlíusson Seinni vaktin í Norðurá í dag var sú rólegasta í opnunarholli stjórnar SVFR. Þrátt fyrir mikinn kulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni en eftirmiðdagsvaktin skilaði tveimur löxum, að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR. Mjög kalt var við Norðurá í allan dag og lá hvass norðanstrengur niður dalinn, sem gerði veiðimönnum lífið leitt. Tveir laxar gáfu sig þó, og kom annar af Eyrinni og annar úr Jónsholu. Hópurinn er því kominn með 24 laxa eftir tvo veiðidaga en morgunvaktin er enn eftir. „Ég er bjartsýnn á að metið falli", sagði Bjarni í samtali við Veiðivísi en eins og við sögðum frá spáði Bjarni því að opnunin 2012 yrði sú besta á þessari öld. Til þess að það rætist þarf Bjarni þrjá laxa til viðbótar og ekki að furða þó hann sé vongóður. Ekki vantar laxinn í Norðurá og eitthvað á köld norðanáttin að gefa eftir í nótt, svo allt er mögulegt.svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði
Seinni vaktin í Norðurá í dag var sú rólegasta í opnunarholli stjórnar SVFR. Þrátt fyrir mikinn kulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni en eftirmiðdagsvaktin skilaði tveimur löxum, að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR. Mjög kalt var við Norðurá í allan dag og lá hvass norðanstrengur niður dalinn, sem gerði veiðimönnum lífið leitt. Tveir laxar gáfu sig þó, og kom annar af Eyrinni og annar úr Jónsholu. Hópurinn er því kominn með 24 laxa eftir tvo veiðidaga en morgunvaktin er enn eftir. „Ég er bjartsýnn á að metið falli", sagði Bjarni í samtali við Veiðivísi en eins og við sögðum frá spáði Bjarni því að opnunin 2012 yrði sú besta á þessari öld. Til þess að það rætist þarf Bjarni þrjá laxa til viðbótar og ekki að furða þó hann sé vongóður. Ekki vantar laxinn í Norðurá og eitthvað á köld norðanáttin að gefa eftir í nótt, svo allt er mögulegt.svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði