DUST 514 vekur hrifningu á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2012 13:48 Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta afsprengi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno. Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPÞað voru þó ekki aðeins fréttaritarar IGN sem voru hrifnir af DUST 514, því PlayStation Official Magazine hefur valið leikinn sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan. Leikjavísir Tengdar fréttir CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta afsprengi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno. Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPÞað voru þó ekki aðeins fréttaritarar IGN sem voru hrifnir af DUST 514, því PlayStation Official Magazine hefur valið leikinn sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Tengdar fréttir CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59