Svona var baráttan við fyrsta lax sumarsins Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2012 00:01 Barátta Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, við fyrsta lax sumarsins var eftirminnileg þeim sem fylgdust með. Myndband af viðureigninni fylgir fréttinni. Þegar aðeins ellefu mínútur voru liðnar veiðisumrinu tók tíu punda hrygna fluguna hjá Bjarna. Hún tók á veiðistaðnum Brotinu og um tíma leit út fyrir að þetta yrði bara hefðbundin löndun en svo var ekki. Eftir stutta baráttu rauk laxinn niður ána með miklum látum. Svo miklum að Bjarni nánast þurfti að hlaupa á eftir laxinum, en hann var í vatni upp á hnjám. Þegar hann fór niður Brotið féll Bjarni í ána og héldu þá margir þeirra sem fylgdust með, en líklega voru um 30 manns á bakkanum að horfa, að baráttan væri töpuð. Svo var ekki því Bjarni komst fljótt á fætur og elti fiskinn líklega eina 2-300 metra niður ána. Það var svo klukkan 7.22, á veiðistaðnum Almenningi, sem Bjarni, með aðstoð Árna Friðleifssonar, náði að landa silfurbjartri og fallegri hrygnu. Fiskurinn tók fluguna Black Eyed Prawn, sem er einskonar rauður frances með svörtum augum. Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði
Barátta Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, við fyrsta lax sumarsins var eftirminnileg þeim sem fylgdust með. Myndband af viðureigninni fylgir fréttinni. Þegar aðeins ellefu mínútur voru liðnar veiðisumrinu tók tíu punda hrygna fluguna hjá Bjarna. Hún tók á veiðistaðnum Brotinu og um tíma leit út fyrir að þetta yrði bara hefðbundin löndun en svo var ekki. Eftir stutta baráttu rauk laxinn niður ána með miklum látum. Svo miklum að Bjarni nánast þurfti að hlaupa á eftir laxinum, en hann var í vatni upp á hnjám. Þegar hann fór niður Brotið féll Bjarni í ána og héldu þá margir þeirra sem fylgdust með, en líklega voru um 30 manns á bakkanum að horfa, að baráttan væri töpuð. Svo var ekki því Bjarni komst fljótt á fætur og elti fiskinn líklega eina 2-300 metra niður ána. Það var svo klukkan 7.22, á veiðistaðnum Almenningi, sem Bjarni, með aðstoð Árna Friðleifssonar, náði að landa silfurbjartri og fallegri hrygnu. Fiskurinn tók fluguna Black Eyed Prawn, sem er einskonar rauður frances með svörtum augum.
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Harpa Hlín felldi 270 kílóa elg í Eistlandi Veiði Vel heppnaðar tilraunaveiðar í Víðidalsá Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði