CCP fer mikinn á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 13:59 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. Japanska tæknifyrirtækið Sony, sem framleiðir PlayStation 3 leikjatölvuna, leikur stórt hlutverk á hátíðinni en CCP gefur út leikinn DUST 514 í samstarfi við fyrirtækið. Tölvuleikurinn hefur verið í framleiðslu síðustu fjögur ár en leikurinn var frumsýndur á Fanfest hátíð CCP í Reykjavík í mars síðastliðnum.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPSérstök kynning verður haldin á DUST 514 en nýtt myndskeið úr leiknum var frumsýnt á E3 í gær. Mikil áhersla verður lögð á víxlverkandi eiginleika PlaySation 3 og PlaySation Vita lófatölvunnar en mögulegt verður að stjórna atburðarrásinni í DUST 514 í gegnum tölvuna. Þá verður opnað fyrir beta-útgáfu leiknum 29. júní næstkomandi en spilarar geta sótt um aðgang að tilraunaútgáfunni hér. Þá mun CCP einnig kynna nýja viðbót við EVE Online leikinn, Inferno. Spilurum leiksins verður boðið á sérstaka samkomu vegna viðbótarinnar ásamt blaðamönnum og öðrum ráðstefnugestum. Hægt er að sjá kynningarmyndbandið fyrir DUST 514 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira