McDowell og Furyk efstir | Woods lék af sér á þriðja hringnum 17. júní 2012 09:45 Jim Furyk er efstur fyrir lokadaginn á opna bandariska meistaramótinu ásamt Graeme McDowell frá Norður-Írlandi AP Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. McDowell sýndi mikla keppnishörku en hann sigraði á sínu fyrsta stórmóti fyrir tveimur árum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu á Pebble Beach. Hann lék á 68 höggum eða 2 höggum undir pari. „Þetta er í fyrsta sinn í þessari viku sem ég nýt þess að spila golf," sagði McDowell eftir hringinn í gær. Furyk er eini kylfingurinn í keppninni sem hefur enn ekki leikið hring yfir pari vallar en hann er á 139 höggum líkt og McDowell. „Að sjálfsögðu líkar mér að vera í þessari stöðu, þessi golfvöllur er gríðarleg áskorun, og þeir sem ná að halda einbeitingunni við þessar aðstæður geta komið sér í góða stöðu fyrir síðustu holurnar," sagði Furyk í gær. Woods byrjaði daginn í efsta sæti mótsins ásamt Furyk. Woods fékk skolla á fyrstu braut og aftur á þeirri þriðju. Hann náði aldrei að vinna þau högg til baka á þeim holum þar sem kylfingarnir geta sótt fugla. Hann lék á 75 höggum og aðeins 8 kylfingar léku á verra skori en Woods. „Ég verð bara að leika vel á lokahringnum og sjá hvað gerist," sagði Woods í gær en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum en aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum – alls 18. McDowell og Furyk eru með tveggja högga forskot á Svíann Fredrik Jacobson sem er á einu höggi yfir pari samtals eftir að hafa leikið á 68 í gær. Englendingurinn Lee Westwood lék besta allra í gær eða á 67 höggum, 3 höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum og á því enn möguleika á að landa sínum fyrsta sigri á stórmóti. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er á sama skori og Westwood. Els hefur tvívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og fyrsti sigur hans var fyrir 18 árum síðan. „Reynslan hjálpar manni á þessum velli, og af einhverjum ástæðum er ég þolinmóður á ný. Það hefur reynst mér vel á stórmótum og ég mun halda áfram að vera þolinmóður á lokadeginum," sagði Els. Graeme McDowell 69-72-68—209 -1 Jim Furyk 70-69-70—209 -1 Fredrik Jacobson 72-71-68—211 +1 Lee Westwood 73-72-67—212 +2 Ernie Els 75-69-68—212 +2 Blake Adams 72-70-70—212 +2 Nicholas Colsaerts 72-69-71—212 +2 Webb Simpson 72-73-68—213 +3 Kevin Chappell 74-71-68—213 +3 John Senden 72-73-68—213 +3 a-Beau Hossler 70-73-70—213 +3 Jason Dufner 72-71-70—213 +3 John Peterson 71-70-72—213 +3 Retief Goosen 75-70-69—214 +4 Martin Kaymer 74-71-69—214 +4 Matt Kuchar 70-73-71—214 +4 Tiger Woods 69-70-75—214 +4 Casey Wittenberg 71-77-67—215 +5 a-Hunter Hamrick 77-67-71—215 +5 Padraig Harrington 74-70-71—215 +5 Justin Rose 69-75-71—215 +5 Sergio Garcia 73-71-71—215 +5 Charlie Wi 74-70-71—215 +5 Aaron Watkins 72-71-72—215 +5 Michael Thompson 66-75-74—215 +5 David Toms 69-70-76—215 +5 Adam Scott 76-70-70—216 +6 Scott Langley 76-70-70—216 +6 Kevin Na 74-71-71—216 +6 Raphael Jacquelin 72-71-73—216 +6 Hunter Mahan 72-71-73—216 +6 Steve LeBrun 73-75-69—217 +7 Angel Cabrera 72-76-69—217 +7 a-Jordan Spieth 74-74-69—217 +7 Alex Cejka 78-69-70—217 +7 Jonathan Byrd 71-75-71—217 +7 Robert Karlsson 70-75-72—217 +7 Steve Stricker 76-68-73—217 +7 Nick Watney 69-75-73—217 +7 K.J. Choi 73-70-74—217 +7 Charl Schwartzel 73-70-74—217 +7 Bob Estes 74-73-71—218 +8 Phil Mickelson 76-71-71—218 +8 Branden Grace 71-74-73—218 +8 Matteo Manassero 76-69-73—218 +8 Ian Poulter 70-75-73—218 +8 a-Patrick Cantlay 76-72-71—219 +9 Rickie Fowler 72-76-71—219 +9 Jeff Curl 73-75-71—219 +9 Francesco Molinari 71-76-72—219 +9 Hiroyuki Fujita 75-71-73—219 +9 Darron Stiles 75-71-73—219 +9 Morgan Hoffmann 72-74-73—219 +9 Marc Warren 73-72-74—219 +9 Alistair Presnell 70-74-75—219 +9 Kevin Streelman 76-72-72—220 +10 Nicholas Thompson 74-74-72—220 +10 Davis Love III 73-74-73—220 +10 Zach Johnson 77-70-73—220 +10 K.T. Kim 74-72-74—220 +10 Matthew Baldwin 74-74-73—221 +11 Rod Pampling 74-73-74—221 +11 Keegan Bradley 73-73-75—221 +11 Michael Allen 71-73-77—221 +11 Jae-Bum Park 70-74-77—221 +11 Jesse Mueller 75-73-74—222 +12 Simon Dyson 74-74-74—222 +12 Jason Day 75-71-76—222 +12 Jason Bohn 70-75-78—223 +13 Bo Van Pelt 78-70-76—224 +14 Joe Ogilvie 73-75-76—224 +14 Stephen Ames 74-73-79—226 +16 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. McDowell sýndi mikla keppnishörku en hann sigraði á sínu fyrsta stórmóti fyrir tveimur árum þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu á Pebble Beach. Hann lék á 68 höggum eða 2 höggum undir pari. „Þetta er í fyrsta sinn í þessari viku sem ég nýt þess að spila golf," sagði McDowell eftir hringinn í gær. Furyk er eini kylfingurinn í keppninni sem hefur enn ekki leikið hring yfir pari vallar en hann er á 139 höggum líkt og McDowell. „Að sjálfsögðu líkar mér að vera í þessari stöðu, þessi golfvöllur er gríðarleg áskorun, og þeir sem ná að halda einbeitingunni við þessar aðstæður geta komið sér í góða stöðu fyrir síðustu holurnar," sagði Furyk í gær. Woods byrjaði daginn í efsta sæti mótsins ásamt Furyk. Woods fékk skolla á fyrstu braut og aftur á þeirri þriðju. Hann náði aldrei að vinna þau högg til baka á þeim holum þar sem kylfingarnir geta sótt fugla. Hann lék á 75 höggum og aðeins 8 kylfingar léku á verra skori en Woods. „Ég verð bara að leika vel á lokahringnum og sjá hvað gerist," sagði Woods í gær en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum en aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri stórmótum – alls 18. McDowell og Furyk eru með tveggja högga forskot á Svíann Fredrik Jacobson sem er á einu höggi yfir pari samtals eftir að hafa leikið á 68 í gær. Englendingurinn Lee Westwood lék besta allra í gær eða á 67 höggum, 3 höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum og á því enn möguleika á að landa sínum fyrsta sigri á stórmóti. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er á sama skori og Westwood. Els hefur tvívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og fyrsti sigur hans var fyrir 18 árum síðan. „Reynslan hjálpar manni á þessum velli, og af einhverjum ástæðum er ég þolinmóður á ný. Það hefur reynst mér vel á stórmótum og ég mun halda áfram að vera þolinmóður á lokadeginum," sagði Els. Graeme McDowell 69-72-68—209 -1 Jim Furyk 70-69-70—209 -1 Fredrik Jacobson 72-71-68—211 +1 Lee Westwood 73-72-67—212 +2 Ernie Els 75-69-68—212 +2 Blake Adams 72-70-70—212 +2 Nicholas Colsaerts 72-69-71—212 +2 Webb Simpson 72-73-68—213 +3 Kevin Chappell 74-71-68—213 +3 John Senden 72-73-68—213 +3 a-Beau Hossler 70-73-70—213 +3 Jason Dufner 72-71-70—213 +3 John Peterson 71-70-72—213 +3 Retief Goosen 75-70-69—214 +4 Martin Kaymer 74-71-69—214 +4 Matt Kuchar 70-73-71—214 +4 Tiger Woods 69-70-75—214 +4 Casey Wittenberg 71-77-67—215 +5 a-Hunter Hamrick 77-67-71—215 +5 Padraig Harrington 74-70-71—215 +5 Justin Rose 69-75-71—215 +5 Sergio Garcia 73-71-71—215 +5 Charlie Wi 74-70-71—215 +5 Aaron Watkins 72-71-72—215 +5 Michael Thompson 66-75-74—215 +5 David Toms 69-70-76—215 +5 Adam Scott 76-70-70—216 +6 Scott Langley 76-70-70—216 +6 Kevin Na 74-71-71—216 +6 Raphael Jacquelin 72-71-73—216 +6 Hunter Mahan 72-71-73—216 +6 Steve LeBrun 73-75-69—217 +7 Angel Cabrera 72-76-69—217 +7 a-Jordan Spieth 74-74-69—217 +7 Alex Cejka 78-69-70—217 +7 Jonathan Byrd 71-75-71—217 +7 Robert Karlsson 70-75-72—217 +7 Steve Stricker 76-68-73—217 +7 Nick Watney 69-75-73—217 +7 K.J. Choi 73-70-74—217 +7 Charl Schwartzel 73-70-74—217 +7 Bob Estes 74-73-71—218 +8 Phil Mickelson 76-71-71—218 +8 Branden Grace 71-74-73—218 +8 Matteo Manassero 76-69-73—218 +8 Ian Poulter 70-75-73—218 +8 a-Patrick Cantlay 76-72-71—219 +9 Rickie Fowler 72-76-71—219 +9 Jeff Curl 73-75-71—219 +9 Francesco Molinari 71-76-72—219 +9 Hiroyuki Fujita 75-71-73—219 +9 Darron Stiles 75-71-73—219 +9 Morgan Hoffmann 72-74-73—219 +9 Marc Warren 73-72-74—219 +9 Alistair Presnell 70-74-75—219 +9 Kevin Streelman 76-72-72—220 +10 Nicholas Thompson 74-74-72—220 +10 Davis Love III 73-74-73—220 +10 Zach Johnson 77-70-73—220 +10 K.T. Kim 74-72-74—220 +10 Matthew Baldwin 74-74-73—221 +11 Rod Pampling 74-73-74—221 +11 Keegan Bradley 73-73-75—221 +11 Michael Allen 71-73-77—221 +11 Jae-Bum Park 70-74-77—221 +11 Jesse Mueller 75-73-74—222 +12 Simon Dyson 74-74-74—222 +12 Jason Day 75-71-76—222 +12 Jason Bohn 70-75-78—223 +13 Bo Van Pelt 78-70-76—224 +14 Joe Ogilvie 73-75-76—224 +14 Stephen Ames 74-73-79—226 +16
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira