Íslenski boltinn

KR mætir Breiðabliki í bikarnum | Óli Þórðar mætir Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, dró Breiðablik úr pottinum í dag.
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, dró Breiðablik úr pottinum í dag. Mynd/Anton
Bikarmeistarar KR fengu erfiðan leik þegar dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla í dag.

KR-ingar mættu ÍA á Akranesi í 32-liða úrslitunum og höfðu þá betur, 2-1. KR fékk nú heimaleik en mætir nú Breiðabliki, öðrum sterkum andstæðingi úr Pepsi-deild karla.

Þetta verður eini Pepsi-deildarslagurinn í 16-liða úrslitum keppninnar og svo gæti farið að eingöngu lið úr Pepsi-deildinni fari áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.

Ólafur Þórðarson og lærisveinar hans í Víkingi mæta Fylki, en Ólafur þjálfaði Fylki áður en hann tók við Víkingum í haust.

KB úr Breiðholti er eini fulltrúi 3. deildarinnar og mætir Selfyssingum á útivelli.

Leikið verður mánudaginn 25. júní og þriðjudaginn 26. júní.

Borgunarbikar karla:

Selfoss - KB

Afturelding - Fram

KA - Grindavík

Stjarnan - Reynir S.

KR - Breiðablik

Víkingur Ó. eða ÍBV - Höttur

Þróttur R. - Valur

Víkingur R. - Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×