Körfubolti

LeBron í Kareem og Wilt klassa í einvíginu á móti Boston

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Dwyane Wade á blaðamannafundi eftir leikinn í nótt.
LeBron James og Dwyane Wade á blaðamannafundi eftir leikinn í nótt. Mynd/AP
LeBron James átti magnað einvígi á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar og skilaði sínu liði í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með frábærri frammistöðu í leikjum sex og sjö. Hann var samtals með 76 stig og 27 fráköst í þessum tveimur leikjum sem Miami vann báða og komst í lokaúrslitin á móti Oklahoma City Thunder.

LeBron James var með 33,6 stig og 11 fráköst að meðaltali í einvíginu og hitti úr 52,7 prósent skota sinna utan af velli. Það hafa aðeins tveir aðrir leikmenn í sögu úrslitakeppni NBA náð slíkum tölum í sjö leikja seríu, það er yfir 33 stig, 11 fráköst og 50 prósent skotnýtingu.

Þeir sem um ræðir eru að mörgum taldir vera tveir bestu miðherjar sögunnar. Wilt Chamberlain náði þessu með San Francisco Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar 1964 (38.6 stig, 23.4 fráköst og 55.9 skotnýting á móti St. Louis Hawks) og Kareem Abdul-Jabbar gerði þetta með Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar árið 1977 (37.1 stig, 18.7 fráköst og 60.7 prósent skotnýting á móti Golden State).

LeBron James komst líka í annan fámennan hóp með því að fylgja eftir 45 stigum og 15 fráköstum í leik sex með því að skila 33 stigum og 12 fráköstum í leik sjö. Aðeins þrír aðrir hafa náð að lágmarki slíkum tölum í bæði leikjum sex og sjö í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Shaquille O'Neal og Kobe Bryant gerðu það báðir með Los Angeles Lakers á móti Sacramento Kings árið 2002 og Bob Pettit náði þessu árið 1961 með St. Louis Hawks á móti Lakers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×