Haraldur Franklín: Hlynur er búinn með bensínið Sigurður Elvar Þórólfsson á Leirdalsvelli skrifar 24. júní 2012 12:08 Haraldur Franklín. Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum. „Ég hef tvívegis leikið til úrslita á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, unnið einu sinni og tapað einu sinni. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir og spennandi hringir fram til þessa. Og ég á alveg nóg eftir en líklega er Hlynur Geir er búinn með bensínið en ég á aðeins meira eftir en hann," sagði Haraldur og brosti en hann er 21 árs gamall en Hlynur Geir er töluvert eldri og reyndari. Haraldur sigraði Andra Þór Björnsson úr GR í átta manna úrslitum í gær og réðust úrslitin ekki fyrr en á 21. holu í bráðabana. „Rúnar byrjaði rosalega vel gegn mér í dag, hann fékk þrjá fugla í röð, og átti tvær eftir þrjár holur. Ég náði að jafna á 13. holu. Völlurinn er fínn eins og hann er í dag en þegar hann er „grjótharður" þá finnst mér hann hundleiðinlegur," sagði Haraldur en félagi hans Bjarni Rúnar Jónasson er aðstoðarmaður hans á þessu móti. „Hann er stórkylfingur og mjög góður í golfi," bætti Haraldur við. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum. „Ég hef tvívegis leikið til úrslita á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, unnið einu sinni og tapað einu sinni. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir og spennandi hringir fram til þessa. Og ég á alveg nóg eftir en líklega er Hlynur Geir er búinn með bensínið en ég á aðeins meira eftir en hann," sagði Haraldur og brosti en hann er 21 árs gamall en Hlynur Geir er töluvert eldri og reyndari. Haraldur sigraði Andra Þór Björnsson úr GR í átta manna úrslitum í gær og réðust úrslitin ekki fyrr en á 21. holu í bráðabana. „Rúnar byrjaði rosalega vel gegn mér í dag, hann fékk þrjá fugla í röð, og átti tvær eftir þrjár holur. Ég náði að jafna á 13. holu. Völlurinn er fínn eins og hann er í dag en þegar hann er „grjótharður" þá finnst mér hann hundleiðinlegur," sagði Haraldur en félagi hans Bjarni Rúnar Jónasson er aðstoðarmaður hans á þessu móti. „Hann er stórkylfingur og mjög góður í golfi," bætti Haraldur við.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira