Skjálfandafljót: Tveir stórlaxar í morgun! 22. júní 2012 20:08 Andri Sævarsson með glæsilega veiði á bökkum Skjálfandafljóts. Mynd/Lax-a.is Veiðimaður sem átti Austurbakka efri í Skjálfandafljóti í morgun upplifði ævintýri þegar hann setti í og landaði tveimur glæsilegum löxum í Fosspolli. Þeir voru 11 og 12 pund. Á heimasíðu Lax-ár segir af þeim Sævari Helgasyni og Andra syni hans sem áttu góðan morgun í Barnafelli í Skjálfandafljóti þann 19 Júní. En þeir náðu tvemur Löxum 10 og 12 punda á nokkrum klukkutímum en með fréttinni fylgja nokkrar myndir af þessum frábæra degi hjá þeim feðgum. Eins er það að frétta af bökkum Skjálfandafljóts að Lax-á bíður nú gistingu með laxsvæðunum í Skjálfandafljóti frá með næstu mánaðarmótum. Húsið er staðsett við Köldukinn og nefnist Arnþórsgerði og er við miðja á. Í húsinu er fimm tveggja manna herbergi og ef þörf er á verða dýnur aukalega en auk þess er eldhús og stofa. Mun eitt tveggjamanna herbergi fylgja hverri stöng.Það eru lausar stangir næstu daga og fljótið tært og fallegt, segir á heimasíðu Lax-ár, og afar jákvætt að „nýtt" svæði er að komast á kortið í laxveiðinni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Bíða skýringa úr Kleifarvatni Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði
Veiðimaður sem átti Austurbakka efri í Skjálfandafljóti í morgun upplifði ævintýri þegar hann setti í og landaði tveimur glæsilegum löxum í Fosspolli. Þeir voru 11 og 12 pund. Á heimasíðu Lax-ár segir af þeim Sævari Helgasyni og Andra syni hans sem áttu góðan morgun í Barnafelli í Skjálfandafljóti þann 19 Júní. En þeir náðu tvemur Löxum 10 og 12 punda á nokkrum klukkutímum en með fréttinni fylgja nokkrar myndir af þessum frábæra degi hjá þeim feðgum. Eins er það að frétta af bökkum Skjálfandafljóts að Lax-á bíður nú gistingu með laxsvæðunum í Skjálfandafljóti frá með næstu mánaðarmótum. Húsið er staðsett við Köldukinn og nefnist Arnþórsgerði og er við miðja á. Í húsinu er fimm tveggja manna herbergi og ef þörf er á verða dýnur aukalega en auk þess er eldhús og stofa. Mun eitt tveggjamanna herbergi fylgja hverri stöng.Það eru lausar stangir næstu daga og fljótið tært og fallegt, segir á heimasíðu Lax-ár, og afar jákvætt að „nýtt" svæði er að komast á kortið í laxveiðinni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Bíða skýringa úr Kleifarvatni Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði