Golf

Scott leiðir að loknum fyrsta hring | Tiger í ágætum málum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Ástralski kylfingurinn Adam Scott hefur eins höggs forskot að loknum fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst á Royal Lytham & St Annes golfvellinum í Englandi í dag.

Scott jafnaði vallarmetið þegar hann kom í hús á 64 höggum eða sex höggum undir pari. Með því jafnaði hann vallarmetið en Scott aldrei hafnað sigri á risamóti í golfi.

Næstir á eftir Scott koma Skotinn Paul Lawrie, Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson og Belginn Nicolas Colsaerts á fimm höggum undir.

Tiger Woods spilaði hringinn á 67 höggum og er þremur höggum á eftir Scott. Leik verður framhaldið á morgun.


Tengdar fréttir

Adam Scott á besta skori dagsins | Tiger líklegur til afreka

Adam Scott frá Ástralíu er á besta skori dagsins á opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun á Royal Lytham & St. Annes. Scott lék á 6 höggum undir pari vallar eða 64 höggum. Paul Lawrie frá Skotland er á 5 höggum undir pari eða 65 höggum. Tiger Woods hefur leikið 14 holur þegar þetta er skrifað og er hann á 4 höggum undir pari og Zach Johnson er á -6 en hann hefur leikið 6 holur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×