Ísland í 3.-4. sæti að loknum fyrsta hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:07 Íslensku strákarnir stóðu sig vel í dag. Mynd / Ernir Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira