Þórður Rafn tapaði ekki höggi á 27 holum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2012 15:06 Þórður Rafn Gissurarson. Mynd/Seth GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Þórður Rafn hefur lent í smá basli í upphafi lokadagsins því hann er búinn að fá tvo skolla á fyrstu fjórum holunum eftir að hafa ekki tapað höggi á 27 holum þar á undan. Þórður Rafn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari en hann fékk þá þrjá fugla og paraði hinar fimmtán holurnar. Þórður Rafn paraði líka síðustu níu holurnar á öðrum degi keppninnar. Þórður Rafn var því búinn að leika 27 holur í röð án þess að fá skolla þegar hann fékk skolla á fyrstu holunni í dag. Hann fékk fugl á þriðju holunni en síðan annan skolla á þeirri fjórðu. Nú er að sjá hvort Þórður Rafn nái að fylgja efstu mönnum eftir. Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson eru báðir á einu höggi undir pari og þar með á sex höggum undir pari samanlagt. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurarson er eins og er í þriðja sætinu á Íslandsmótinu í höggleik en lokadagurinn er kominn á fullt á Strandarvelli á Hellu. Það er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð2 Sport sem og hér inn á Vísi. Þórður Rafn hefur lent í smá basli í upphafi lokadagsins því hann er búinn að fá tvo skolla á fyrstu fjórum holunum eftir að hafa ekki tapað höggi á 27 holum þar á undan. Þórður Rafn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari en hann fékk þá þrjá fugla og paraði hinar fimmtán holurnar. Þórður Rafn paraði líka síðustu níu holurnar á öðrum degi keppninnar. Þórður Rafn var því búinn að leika 27 holur í röð án þess að fá skolla þegar hann fékk skolla á fyrstu holunni í dag. Hann fékk fugl á þriðju holunni en síðan annan skolla á þeirri fjórðu. Nú er að sjá hvort Þórður Rafn nái að fylgja efstu mönnum eftir. Haraldur Franklín Magnús og Rúnar Arnórsson eru báðir á einu höggi undir pari og þar með á sex höggum undir pari samanlagt.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira