Haraldur Franklín: Fór í fisk til ömmu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2012 18:50 Haraldur Franklín Magnús úr GR . Mynd/Seth Haraldur Franklín Magnús úr GR átti frábæran dag á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu en hann fékk tvo erni og fimm fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Haraldur Magnús er jafn Rúnari Arnórssyni í efsta sæti fyrir lokadaginn. Haraldur var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá mótinu. „Ég er mjög sáttur með hringinn og sérstaklega að ná þessu fyrir lokadaginn. Ég var alveg brjálaður eftir annan hringinn í gær," sagði Haraldur Franklín sem lék þá á fjórum höggum yfir pari. En hvað breyttist milli daga? „Ég breytti engu en fór heim til ömmu í gær og fékk mér að borða í gær. Það hefur skilað sér," sagði Haraldur Franklín sem fékk fisk hjá ömmu sinni. En fer hann aftur í kvöld? „Nei við verðum upp í bústað og ætlum að grilla eitthvað," sagði Haraldur Franklín en hvernig leggst lokadagurinn í hann? „Þetta vinnst á morgun og það sem maður lagði upp var að koma sér í góða stöðu fyrir lokadaginn. Það var eina leiðin til að vinna þetta," sagði Haraldur að lokum. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús úr GR átti frábæran dag á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu en hann fékk tvo erni og fimm fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Haraldur Magnús er jafn Rúnari Arnórssyni í efsta sæti fyrir lokadaginn. Haraldur var í viðtali hjá Sigurði Elvari Þórólfssyni í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá mótinu. „Ég er mjög sáttur með hringinn og sérstaklega að ná þessu fyrir lokadaginn. Ég var alveg brjálaður eftir annan hringinn í gær," sagði Haraldur Franklín sem lék þá á fjórum höggum yfir pari. En hvað breyttist milli daga? „Ég breytti engu en fór heim til ömmu í gær og fékk mér að borða í gær. Það hefur skilað sér," sagði Haraldur Franklín sem fékk fisk hjá ömmu sinni. En fer hann aftur í kvöld? „Nei við verðum upp í bústað og ætlum að grilla eitthvað," sagði Haraldur Franklín en hvernig leggst lokadagurinn í hann? „Þetta vinnst á morgun og það sem maður lagði upp var að koma sér í góða stöðu fyrir lokadaginn. Það var eina leiðin til að vinna þetta," sagði Haraldur að lokum.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira