Kylfusveinn Kristins verður í dómarabúningnum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2012 13:53 Kristinn og Davíð. Mynd/seth Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur slegið í gegn á fyrstu tveimur dögunum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Kristinn hefur leikið fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari og er aðeins einu höggi á eftir efsta manni þegar keppni er hálfnuð. Kristinn talaði um það eftir að hann lauk í gær að hann ætti kannski að mæta í dómarabúningnum í dag. „Ég held að það séu allir að bíða eftir því að ég „springi" og ætli ég sé ekki einn af þeim líka. Ég er vanur því að umgangast toppíþróttamenn og þá er í dómarabúningnum og líður rosalega vel. Kannski verður þetta bara lausnin. Ég veit ekki hvort ég má það þar sem hann er allur í auglýsingum," sagði Kristinn í viðtali á Vísi í gær og hann ákvað síðan að fara millileiðina. Kristinn hringdi í gær í Davíð Kr. Hreiðarsson, kollega sinn í dómarastéttinni, og fékk hann til að vera kylfusveinn sinn í dag. Davíð átti reyndar að mæta í vinnu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði en fékk frí. Davíð mætti síðan á Strandarvöllinn í dómarabúningnum til þess að hjálpa á sínum manni. Þriðji dagurinn á Íslandsmótinu í höggleik verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi og hefst útsendingin klukkan 15.00. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur slegið í gegn á fyrstu tveimur dögunum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Kristinn hefur leikið fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari og er aðeins einu höggi á eftir efsta manni þegar keppni er hálfnuð. Kristinn talaði um það eftir að hann lauk í gær að hann ætti kannski að mæta í dómarabúningnum í dag. „Ég held að það séu allir að bíða eftir því að ég „springi" og ætli ég sé ekki einn af þeim líka. Ég er vanur því að umgangast toppíþróttamenn og þá er í dómarabúningnum og líður rosalega vel. Kannski verður þetta bara lausnin. Ég veit ekki hvort ég má það þar sem hann er allur í auglýsingum," sagði Kristinn í viðtali á Vísi í gær og hann ákvað síðan að fara millileiðina. Kristinn hringdi í gær í Davíð Kr. Hreiðarsson, kollega sinn í dómarastéttinni, og fékk hann til að vera kylfusveinn sinn í dag. Davíð átti reyndar að mæta í vinnu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði en fékk frí. Davíð mætti síðan á Strandarvöllinn í dómarabúningnum til þess að hjálpa á sínum manni. Þriðji dagurinn á Íslandsmótinu í höggleik verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi og hefst útsendingin klukkan 15.00.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira