Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu Sigurður Elvar Þórólfsson á Strandarvelli skrifar 27. júlí 2012 17:18 Anna Sólveig Snorradóttir deilir efsta sætinu með Valdísi Þóru Jónsdóttur á Íslandsmótinu í höggleik. seth Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Sunna Víðasdóttir úr GR og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili eru allar á 9 höggum yfir pari í 4.-6. sæti. Ragnhildur Kristinsdóttir, 15 ára kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur er að ná athyglisverðum árangri en hún er í 7. sæti á 10 höggum yfir pari vallar. Anna Sólveig Snorradóttir sagði við Vísi að hún hefði ekki verið með neinar væntingar fyrir þetta mót enda er hún að taka þátt í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í höggleik í fullorðinsflokki. Anna Sólvegi náði að komast í undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrstu tilraun sinni þar þannig að frumraunir hennar virðast hafa gefist vel. „Væntingar mínar fyrir mótið voru aðeins þær að komast í gegnum niðurskurðinn og hafa gaman að þessu," sagði Anna Sólveg í dag. „Ég er bara sátt við daginn og spilamennskuna, þrátt fyrir að mörg högg hafi ekki verið eins og ég vildi hafa þau. Ég var stundum að skalla boltann með kylfunni en hann endað i þá bara á réttum stað," sagði Anna Sólveig en hún ætlar að dvelja á Selfossi næstu tvo daga í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. „Stutta spilið hjá mér hefur verið í góðu lagi og ég hlakka bara til næstu tveggja daga," sagði Anna. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er enn í baráttunni um titilinn en hún er aðeins tveimur höggum á eftir þeim Valdísi og Önnu. „Markmiðið er eindfalt hjá mér, ég stefni á sigur," sagði Eygló en hún hefur aldrei náð að sigra á Íslandsmótinu í höggleik. „Mér finnst seinni níu holurnar á þessum velli vera aðeins erfiðari. Ég var fjóra yfir pari þar í dag og sex yfir pari á þeim hluta i´gær. Ég var í engum vandræðum og fékk ellefu pör í röð en skrambinn á 15. var ekki góður," sagði Eygló en hún hefur leikið báða hringina á 74 höggum. „Ég fékk ekki fugl á þessum hring og það er ekki gott, ég fékk þrjá í gær og vonandi fæ ég fleiri fugla á næstu tveimur dögum," sagði Eygló Myrra.Staðan i kvennaflokknum eftir 36 holur: 1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (72-74) 146 +6 1.-2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-75) 146 +6 3. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO (74-74) 148 +8 4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (75-74) 149 +9 5. Sunna Víðisdóttir, GR (73-76) 149 +9 6. Tinna Jóhannsdóttir, GK (73-76) 149 +9 7. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-75) 150 +10 8. Guðrún Pétursdóttir, GR (72-79) 151 +11 9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-75) 151 + 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,GR /77-76) 153 +13 11. Ingunn Einarsdóttir, GKG (78-76) 154 +14 12. Heiða Guðnadóttir, GKJ (79-76) 155 +15 13. Signý Arnórsdóttir, GK (74-81) 155 +15 14. Karen Guðnadóttir, GS (78-79) 157 +17 15. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR (82-77) 159 +19 16. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (79-81) 160 +20 17. Berglind Björnsdóttir, GR (82-79) 161 +20 18. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG (82-79) 161 +21 Eftirtaldir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn: --------------------------- 19. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR (78-84) 162 +22 20. Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK (80-82) 162 +22 21. Þórdís Geirsdóttir, GK (80-83) 163 +23 22. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG (86-82) 168 +28 23. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (79-90) 169 +29 24. Jódís Bóasdóttir, GK (79-91) 170 +30 25. Hansína Þorkelsdóttir, GKG (82-89) 171 +31 26. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (85-86) 171 +31 27. Saga Ísafold Arnarsdóttir, GK (88-89) 177 +37 28. Arndís Eva Finnsdóttir, GK (89-91) 180 +40Staðan á mótinu: Golf Tengdar fréttir Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14 Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Sunna Víðasdóttir úr GR og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili eru allar á 9 höggum yfir pari í 4.-6. sæti. Ragnhildur Kristinsdóttir, 15 ára kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur er að ná athyglisverðum árangri en hún er í 7. sæti á 10 höggum yfir pari vallar. Anna Sólveig Snorradóttir sagði við Vísi að hún hefði ekki verið með neinar væntingar fyrir þetta mót enda er hún að taka þátt í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í höggleik í fullorðinsflokki. Anna Sólvegi náði að komast í undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrstu tilraun sinni þar þannig að frumraunir hennar virðast hafa gefist vel. „Væntingar mínar fyrir mótið voru aðeins þær að komast í gegnum niðurskurðinn og hafa gaman að þessu," sagði Anna Sólveg í dag. „Ég er bara sátt við daginn og spilamennskuna, þrátt fyrir að mörg högg hafi ekki verið eins og ég vildi hafa þau. Ég var stundum að skalla boltann með kylfunni en hann endað i þá bara á réttum stað," sagði Anna Sólveig en hún ætlar að dvelja á Selfossi næstu tvo daga í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. „Stutta spilið hjá mér hefur verið í góðu lagi og ég hlakka bara til næstu tveggja daga," sagði Anna. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er enn í baráttunni um titilinn en hún er aðeins tveimur höggum á eftir þeim Valdísi og Önnu. „Markmiðið er eindfalt hjá mér, ég stefni á sigur," sagði Eygló en hún hefur aldrei náð að sigra á Íslandsmótinu í höggleik. „Mér finnst seinni níu holurnar á þessum velli vera aðeins erfiðari. Ég var fjóra yfir pari þar í dag og sex yfir pari á þeim hluta i´gær. Ég var í engum vandræðum og fékk ellefu pör í röð en skrambinn á 15. var ekki góður," sagði Eygló en hún hefur leikið báða hringina á 74 höggum. „Ég fékk ekki fugl á þessum hring og það er ekki gott, ég fékk þrjá í gær og vonandi fæ ég fleiri fugla á næstu tveimur dögum," sagði Eygló Myrra.Staðan i kvennaflokknum eftir 36 holur: 1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (72-74) 146 +6 1.-2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-75) 146 +6 3. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO (74-74) 148 +8 4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (75-74) 149 +9 5. Sunna Víðisdóttir, GR (73-76) 149 +9 6. Tinna Jóhannsdóttir, GK (73-76) 149 +9 7. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (75-75) 150 +10 8. Guðrún Pétursdóttir, GR (72-79) 151 +11 9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (76-75) 151 + 10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,GR /77-76) 153 +13 11. Ingunn Einarsdóttir, GKG (78-76) 154 +14 12. Heiða Guðnadóttir, GKJ (79-76) 155 +15 13. Signý Arnórsdóttir, GK (74-81) 155 +15 14. Karen Guðnadóttir, GS (78-79) 157 +17 15. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR (82-77) 159 +19 16. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (79-81) 160 +20 17. Berglind Björnsdóttir, GR (82-79) 161 +20 18. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG (82-79) 161 +21 Eftirtaldir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn: --------------------------- 19. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR (78-84) 162 +22 20. Högna Kristbjörg Knútsdóttir, GK (80-82) 162 +22 21. Þórdís Geirsdóttir, GK (80-83) 163 +23 22. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG (86-82) 168 +28 23. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (79-90) 169 +29 24. Jódís Bóasdóttir, GK (79-91) 170 +30 25. Hansína Þorkelsdóttir, GKG (82-89) 171 +31 26. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (85-86) 171 +31 27. Saga Ísafold Arnarsdóttir, GK (88-89) 177 +37 28. Arndís Eva Finnsdóttir, GK (89-91) 180 +40Staðan á mótinu:
Golf Tengdar fréttir Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14 Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51 Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06 Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið. 27. júlí 2012 15:14
Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum. 27. júlí 2012 14:51
Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3. 27. júlí 2012 13:06
Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1. 27. júlí 2012 08:45