Stærstu fiskarnir ekki alltaf þeir eftirminnilegustu 26. júlí 2012 11:00 Atli Bergmann með fisk úr Korpu/Úlfarsá. Mynd/Jóhannes Helgi Guðjónsson Atli Bergmann er forfallinn veiðimaður. Hann fór í Korpu/Úlfarsá í fyrradag og þrátt fyrir vatnsleysið og litla fiska upplifði hann einstaka stund á bakkanum og fyrsta lax sumarsins. "Það er merkilegt við fluguveiði að mínu mati að það er ekki endilega þeir stærstu eða flestu fiskarnir sem gera eftirminnilegustu túrana. Í fyrradag var ég í 20 stiga hita og glampandi sól og logni við laxveiðar í Korpu/Úlfarsá og það má segja að þessi litla viðkvæma á hafi verið ákaflega vatnslítil. En þessi perla fluguveiðimannsins geymir alltaf fisk. Þegar að því kom fékk ég þennan fína Korpu smálax til að taka Green butt # 16 eftir að hafa bókstaflega skriðið eftir bakkanum. Gleðin og stoltið var í fullkomnni andstöðu við stærð laxsins, sem reyndist bara 58 sentimetrar, og ekki spillir það gleðinni að koma heim með besta mat í heimi sem nýgenginn smálax er," segir Atli. Dagurinn hjá Atla og félögum reyndist þó drjúgur því þeir fengu fimm laxa, 58 - 60 sentimetrar að lengd, og tvo tveggja punda sjóbirtinga. "Við fengum líka nokkrar tökur þar sem fiskarnir láku af enda gekk eingöngu að nota smáflugur, örtúpur og hitch sem við höfðum byrgt okkur upp af hjá Hilla í Veiðiflugum. Ég hef það stundum á orði að silungsveiði sé fyrir lengra komna fluguveiðimenn en ég hef einnig mjög gaman af laxveiði. Það má segja að fá lax í Korpu með fjarka og átta punda taum á örflugu sé við það að vera fullkomið," segir Atli. "En eins og áður sagði þá var þessi fyrsti lax sumarsins, og jafnvel sá minnsti, einna mest spennandi og skemmtilegasti fiskur sem ég hef veitt. Og guð minn góður hvað hann smakkaðist vel." Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði
Atli Bergmann er forfallinn veiðimaður. Hann fór í Korpu/Úlfarsá í fyrradag og þrátt fyrir vatnsleysið og litla fiska upplifði hann einstaka stund á bakkanum og fyrsta lax sumarsins. "Það er merkilegt við fluguveiði að mínu mati að það er ekki endilega þeir stærstu eða flestu fiskarnir sem gera eftirminnilegustu túrana. Í fyrradag var ég í 20 stiga hita og glampandi sól og logni við laxveiðar í Korpu/Úlfarsá og það má segja að þessi litla viðkvæma á hafi verið ákaflega vatnslítil. En þessi perla fluguveiðimannsins geymir alltaf fisk. Þegar að því kom fékk ég þennan fína Korpu smálax til að taka Green butt # 16 eftir að hafa bókstaflega skriðið eftir bakkanum. Gleðin og stoltið var í fullkomnni andstöðu við stærð laxsins, sem reyndist bara 58 sentimetrar, og ekki spillir það gleðinni að koma heim með besta mat í heimi sem nýgenginn smálax er," segir Atli. Dagurinn hjá Atla og félögum reyndist þó drjúgur því þeir fengu fimm laxa, 58 - 60 sentimetrar að lengd, og tvo tveggja punda sjóbirtinga. "Við fengum líka nokkrar tökur þar sem fiskarnir láku af enda gekk eingöngu að nota smáflugur, örtúpur og hitch sem við höfðum byrgt okkur upp af hjá Hilla í Veiðiflugum. Ég hef það stundum á orði að silungsveiði sé fyrir lengra komna fluguveiðimenn en ég hef einnig mjög gaman af laxveiði. Það má segja að fá lax í Korpu með fjarka og átta punda taum á örflugu sé við það að vera fullkomið," segir Atli. "En eins og áður sagði þá var þessi fyrsti lax sumarsins, og jafnvel sá minnsti, einna mest spennandi og skemmtilegasti fiskur sem ég hef veitt. Og guð minn góður hvað hann smakkaðist vel."
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði