Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2012 14:30 Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag. „Það er mikil tilhlökkun innan okkar raða og þetta er búið að vera mikill undirbúningur. Við leggjum allt í þetta og vonum bara að sjá besti vinni," sagði Óskar Pálsson sem er ekki alveg hlutlaus því sonur hans keppir á mótinu. „Ég á einn af efnilegri kylfingum landsins og hann á góða möguleika því hann er á heimavelli. Það verður gaman að fylgjast með honum," sagði Óskar. Það er mikið afrek hjá 130 manna klúbbi að halda svona stórt mót eins og Íslandsmótið í höggleik er. „Þetta er bara gaman og við lítum á það þannig. Við setjum þetta þannig upp að það er sirka einn félagi á hvern keppenda," sagði Óskar. „Við höfum bílastæði á Rangárvöllunum fyrir nánast endalausa bíla og fólk er velkomið. Það getur lagt allt í kringum okkur, það er stutt að labba og þetta er fallegt umhverfi," sagði Óskar. „Við gegnum frá samningi við veðurguðina í vor um leið og við byrjuðum að skipuleggja mótið. Við erum með prest í klúbbnum og hann sá um það fyrir okkur," sagði Óskar í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira