Ernie Els sigraði á Opna breska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2012 17:34 Ernie Els fagnar fuglinum á átjándu holunni. Nordicphotos/Getty Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal Lytham & St. Annes vellinum í dag. Els spilaði lokahringinn á tveimur höggum undir pari og lauk leik á sjö höggum undir pari samanlagt. Els var átta höggum á eftir forystusauðnum Adam Scott fyrir daginn í dag. Scott spilaði hringinn í dag á fimm höggum yfir pari og endaði á sex höggum undir pari samanlagt. Útlitið var gott framan af hring í dag en svo seig á ógæfuhliðina hjá Scott. Hann fékk skolla á fjórum síðustu holunum en fram að því virtist fátt ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur hans á risamóti. Tiger Woods hafnaði í þriðja sæti en honum fataðist einnig flugið í dag og skilaði sér í hús á þremur höggum yfir pari. Woods var á þremur undir samanlagt líkt og landi hans Brandt Snedeker. Þetta er í annað skiptið sem Els sigrar á Opna breska en hann vann einnig sigur árið 2002. Þetta var fjórði sigur hans á risamóti en hann bar tvívegis sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu á tíunda áratug síðustu aldar.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira