Formúla 1

Vettel refsað og fær ekki annað sætið

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel fékk smá kampavín en verður að skila verðlaunagripinum sem hann fékk fyrir annað sætið.
Vettel fékk smá kampavín en verður að skila verðlaunagripinum sem hann fékk fyrir annað sætið. nordicphotos/afp
Sebastian Vettel á Red Bull tók ólöglega fram úr Jenson Button á lokametrunum í þýska kappakstrinum í dag. Þetta er niðurstaða dómara mótsins. Jenson Button verður því annar í kappakstrinum.

Vettel fær 20 sekúnda refsingu sem þýðir að hann fellur úr öðru sæti í það fimmta. Kimi Raikkönen á Lotus er því þriðji, Kamui Kobayashi á Sauber er fjórði.

Refsingin er ígildi þess tíma sem það tekur að aka í gegnum viðgerðarhléið. Vegna þess hversu seint í kappakstrinum brotið varð var ekki hægt að refsa honum á meðan kappakstrinum stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×