Guðrún Brá og Ragnar Már Íslandsmeistarar unglinga í höggleik 22. júlí 2012 17:26 Guðrún Brá og Ragnar Már með verðlaun sín. Mynd/GSÍmyndir.net Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK varði Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra í flokki 17-18 ára stúlkna. Guðrún Brá lék hringina þrjá á 229 höggum og vann með þriggja högga mun. Guðrún Brá setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum á fyrsta keppnisdegi. Eldra metið bætti hún um tvö högg en hún lék á 69 höggum. Í öðru sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir GK en Anna lék á 232 höggum. Í þriðja sæti varð Guðrún Pétursdóttir GR á 233 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir GR varð Íslandsmeistari í flokki telpna 15-16 ára. Ragnhildur lék á 234 höggum eða 21 yfir pari. Í öðru sæti varð Sara Margrét Hinriksdóttir GK á 242 höggum eða 29 yfir pari. Í þriðja sæti varð Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG á 249 höggum eða 36 yfir pari. Saga Traustadóttir GR varð Íslandsmeistari í stelpnaflokki 14 ára og yngri, hún lék á 250 höggum eða 47 yfir pari. Önnur varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR á 261 höggi eða 48 yfir pari. Í þriðja sæti varð Eva Karen Björnsdóttir GR á 262 höggum eða 49 yfir pari. Ragnar Már Garðarsson varð Íslandsmeistari í flokki pilta 17-18 ára. Ragnar lék á 224 höggum eða 11 yfir pari. Eann fékk fugla á þremur síðustu holunum og vann með eins högga mun. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Bjarki Pétursson GB, á 225 höggum eða 12 yfir pari. Í þriðja sæti varð Emil Þór Ragnarsson GKG á 232 höggum eða 19 höggum yfir pari. Leik er ólokið í flokki drengja 14 ára og yngri annars vegar og flokki 15-16 ára drengja hins vegar. Óhætt er að segja að veðrið hafi sett svip sinn á mótið en keppendur fengu allar gerði af veðri allt frá sól og sumaryl yfir í krappa haustlægð með roki og rigningu.Stúlkur 17-18 ára. 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, 69/ 76/ 84 = 229 +16 2 Anna Sólveig Snorradóttir GK, 73/ 75/ 84 = 232 +19 3 Guðrún Pétursdóttir GR, 73/ 76/ 84 = 233 +20Telpur 15-16 ára. 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR, 77/ 78/ 79 = 234 +21 2 Sara Margrét Hinriksdóttir GK, 81/ 80/ 81 = 242 +29 3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG, 88/ 78/ 83 = 249 +36Stelpur 14 ára og yngri 1 Saga Traustadóttir GR, 85/ 78 / 87 = 250 +37 2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, 86 / 87/ 88 = 261 +48 3 Eva Karen Björnsdóttir GR, 84/ 85/ 93 =262 +49Piltar 17-18 ára 1 Ragnar Már Garðarsson GKG, 74/ 71/ 79 = 224 +11 2 Bjarki Pétursson GB, 78/ 71/ 76 = 225 +12 3 Emil Þór Ragnarsson GKG, 75/ 78/ 79 = 232 +19 Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. 21. júlí 2012 22:15 Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. 20. júlí 2012 19:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, Ragnhildur Kristinsdóttir GR, Saga Traustadóttir GR og Ragnar Már Garðarsson GKG urðu í dag Íslandsmeistarar í flokkum sínum á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli um helgina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK varði Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra í flokki 17-18 ára stúlkna. Guðrún Brá lék hringina þrjá á 229 höggum og vann með þriggja högga mun. Guðrún Brá setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum á fyrsta keppnisdegi. Eldra metið bætti hún um tvö högg en hún lék á 69 höggum. Í öðru sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir GK en Anna lék á 232 höggum. Í þriðja sæti varð Guðrún Pétursdóttir GR á 233 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir GR varð Íslandsmeistari í flokki telpna 15-16 ára. Ragnhildur lék á 234 höggum eða 21 yfir pari. Í öðru sæti varð Sara Margrét Hinriksdóttir GK á 242 höggum eða 29 yfir pari. Í þriðja sæti varð Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG á 249 höggum eða 36 yfir pari. Saga Traustadóttir GR varð Íslandsmeistari í stelpnaflokki 14 ára og yngri, hún lék á 250 höggum eða 47 yfir pari. Önnur varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR á 261 höggi eða 48 yfir pari. Í þriðja sæti varð Eva Karen Björnsdóttir GR á 262 höggum eða 49 yfir pari. Ragnar Már Garðarsson varð Íslandsmeistari í flokki pilta 17-18 ára. Ragnar lék á 224 höggum eða 11 yfir pari. Eann fékk fugla á þremur síðustu holunum og vann með eins högga mun. Í öðru sæti varð Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Bjarki Pétursson GB, á 225 höggum eða 12 yfir pari. Í þriðja sæti varð Emil Þór Ragnarsson GKG á 232 höggum eða 19 höggum yfir pari. Leik er ólokið í flokki drengja 14 ára og yngri annars vegar og flokki 15-16 ára drengja hins vegar. Óhætt er að segja að veðrið hafi sett svip sinn á mótið en keppendur fengu allar gerði af veðri allt frá sól og sumaryl yfir í krappa haustlægð með roki og rigningu.Stúlkur 17-18 ára. 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, 69/ 76/ 84 = 229 +16 2 Anna Sólveig Snorradóttir GK, 73/ 75/ 84 = 232 +19 3 Guðrún Pétursdóttir GR, 73/ 76/ 84 = 233 +20Telpur 15-16 ára. 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR, 77/ 78/ 79 = 234 +21 2 Sara Margrét Hinriksdóttir GK, 81/ 80/ 81 = 242 +29 3 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG, 88/ 78/ 83 = 249 +36Stelpur 14 ára og yngri 1 Saga Traustadóttir GR, 85/ 78 / 87 = 250 +37 2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, 86 / 87/ 88 = 261 +48 3 Eva Karen Björnsdóttir GR, 84/ 85/ 93 =262 +49Piltar 17-18 ára 1 Ragnar Már Garðarsson GKG, 74/ 71/ 79 = 224 +11 2 Bjarki Pétursson GB, 78/ 71/ 76 = 225 +12 3 Emil Þór Ragnarsson GKG, 75/ 78/ 79 = 232 +19
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. 21. júlí 2012 22:15 Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. 20. júlí 2012 19:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðrún Brá og Ragnar Már leiða fyrir lokadaginn á Íslandsmóti unglinga Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK og Ragnar Már Garðarsson úr GKG hafa forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmóti unglinga í höggleik en leikið er á Kiðjabergsvelli. Keppendur voru ræstir út snemma í morgun vegna slæmrar veðurspár og náðu flestir keppendur að ljúka leik við sómasamleg veðurskilyrði. 21. júlí 2012 22:15
Guðrún Brá bætti vallarmetið á Kiðjabergsvelli Í dag var leikin fyrsti hringurinn af þremur á Íslandsmóti unglinga en leikið er á Kiðjabergsvelli við frábærar aðstæður. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék fyrsta hringinn á 69 höggum, eða 2 höggum undir pari vallar. Hallgrímur Júlíusson úr GV er efstur í 17-18 ára flokki pilta en hann lék á einu höggi yfir pari eða 72 höggum. 20. júlí 2012 19:30