Viðskipti erlent

Boðið að sleppa við ákærur gegn aðstoð við rannsókn

Magnús Halldórsson skrifar
Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem hafa umfangsmikið svind með millibankavexti á markaði til rannsóknar, hafa boðið nokkrum miðlurum svissneska bankans UBS vörn gegn ákærum gegn því að þeir aðstoði við rannsókn á stórfelldu millibankavaxtasvindl á markaði. Frá þessu er greint í Wall Street Journal (WSJ) í dag.

Starfsmennirnir, sem flestir voru lágt settir starfsmenn UBS á rannsóknartímabilinu, fengu tilboð í hendurnar frá yfirvöldum fyrir nokkrum vikum, samkvæmt WSJ.

Rannsóknin hefur staðið yfir í fjögur ár, að því er fram kemur í WSJ, og hefur UBS þegar rekið um 20 starfsmenn vegna málsins og rannsóknar þess, að sögn WSJ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×