Golf

Axel á einu undir eftir fyrsta hring á Írlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Axel spilaði vel í dag.
Axel spilaði vel í dag. Mynd/GSImyndir.net
Axel Bóasson úr Keili lék fyrsta hringinn á Evrópumóti einstaklinga á Írlandi á 71 höggi eða einu höggi undir pari.

Axel fékk fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Hann deilir 30. sæti með fjórtán öðrum kylfingum. Ekki gekk jafnvel hjá Kristjáni Þór Einarssyni, kollega Axels hjá Keili, og Ólafi Birni Loftssyni úr Nesklúbbnum.

Kristján Þór spilaði hringinn á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Ólafur Björn spilaði á höggi meira, 77 höggum, eða fimm yfir pari. Leik verður framhaldið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×