Ríflega 50 punda lax veiddist í Syltefjarðará Trausti Hafliðason skrifar 6. ágúst 2012 18:05 Alexander Khrustov með stórlaxinn sem hann veiddi í Syltefjarðará. Tæplega 53 punda lax veiddist í Syltefjarðará í Finnmörku í norður Noregi. Alexander Khrustov, rússneskur veiðimaður sem býr í Kirkenes skammt frá landamærum Rússlands, veiddi fiskinn fyrir um mánuði síðan. Frá þessu er greint á vefnum finnmarken.no. Ekki fylgir sögunni hvaða agn fiskurinn tók en stór var hann. Reyndar er þetta landssvæði, ár við Barentshaf, þekkt fyrir stórlaxa og alls ekki svo óalgengt að þar veiðist laxar sem mælast um og yfir 50 pund. Khrustov hefur stundað veiðar á þessum slóðum í fimm ár og er þetta ekki fyrsti stórlaxinn sem hann veiðir. Áður hafði hann veitt 37 og 46 punda lax. Ólíkt því sem þekkist í Noregi og á Íslandi þá salta Rússar frekar laxinn en að reykja hann. Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði
Tæplega 53 punda lax veiddist í Syltefjarðará í Finnmörku í norður Noregi. Alexander Khrustov, rússneskur veiðimaður sem býr í Kirkenes skammt frá landamærum Rússlands, veiddi fiskinn fyrir um mánuði síðan. Frá þessu er greint á vefnum finnmarken.no. Ekki fylgir sögunni hvaða agn fiskurinn tók en stór var hann. Reyndar er þetta landssvæði, ár við Barentshaf, þekkt fyrir stórlaxa og alls ekki svo óalgengt að þar veiðist laxar sem mælast um og yfir 50 pund. Khrustov hefur stundað veiðar á þessum slóðum í fimm ár og er þetta ekki fyrsti stórlaxinn sem hann veiðir. Áður hafði hann veitt 37 og 46 punda lax. Ólíkt því sem þekkist í Noregi og á Íslandi þá salta Rússar frekar laxinn en að reykja hann.
Stangveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði