Phelps kominn með tuttugu Ólympíuverðlaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 19:33 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum. Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.
Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00
Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35