Viðskipti erlent

Millistjórnandi Citigroup sýknaður

Magnús Halldórsson skrifar
Brian Stoker, fyrrverandi millistjórnandi hjá bandaríska fjárfestingabankanum Citigroup, var í gær sýknaður af ásökunum um að hafa selt fjárfestum skuldabréfavafninga (CDO) á sama tíma og hann vissi, eða mátti vita, að eignirnar væru ofmetnar. Málareksturinn gegn Stoker hófst í október í fyrra þegar ákærunni á hendur honum var þinglýst.

Í yfirlýsingu dómsins á Manhattan í New York, sem dómarinn Jed S. Rakoff las upp í dómsal, kom fram að þessi niðurstaða, það er að sýkna bæri Stoker, ætti ekki að draga úr krafti í rannsóknum yfirvalda þegar kæmi að málum sem tengdust fjármálahruninu á Wall Street sumarið 2007 og fram á vormánuði 2009.

Lögmaður Stoker, John W. Keker, sagði fyrir dómi að Stoker væri sóttur til saka á röngum forsendum, þar sem hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína undir stefnumörkun yfirmanna sinna. Á þetta féllst dómurinn.

Í frásögn New York Times frá uppkvaðningu dómsins, kemur fram að Stoker hafi brosað breitt þegar hann var sýknaður og faðmað lögmann sinn innilega.

Keker sagði að niðurstaðan væri ánægjuleg, og réttlætinu hefði verið fullnægt. Það væri gott til þess að vita að Stoker gæti nú haldið áfram með líf sitt.

Sjá má ítarlega frásögn viðskiptaritstjórnar New York Times, sem metsölurithöfundurinn Andrew Ross Sorkin ritstýrir, hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×