Golf

Valdís Þóra í þriðja sæti fyrir lokahringinn í Finnlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir Mynd/GSÍmyndir.net
Íslensku kylfingarnir á Finnish Amateur Championship mótinu eru að standa sig vel en allir fjórir komust í gegnum niðurskurðinn og Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í þriðja sætinu fyrir lokahringinn.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á 70 höggum í dag eða einu höggi undir pari en hún er í þriðja sætinu á mótinu. Valdís er samtals á þremur höggum yfir pari eftir tvo hringi og er aðeins tveimur höggum á eftir Ninu Pegova frá Rússalandi sem er efst.

Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR er í 12.-16. sæti á samtals einu höggi undir pari eftir að hafa leikið vel á öðrum hring. Hann lék á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari.

Rúnar Arnórsson úr GK er í 22.-27. sæti á samtals tveimur höggum yfir pari en hann hefur leikið báða hringina í mótinu á 72 höggum.

Bjarki Pétursson úr GB er svo í 34.-39. sæti á fjórum höggum undir pari. Hann komst naumlega í gegnum niðurskurðinn eftir góðan endasprett á hringnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×