Fótbolti

Reus valinn besti þýski leikmaðurinn á síðasta tímabili

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marco Reus, leikmaður Dortmund.
Marco Reus, leikmaður Dortmund.
Marco Reus var útnefndur besti leikmaður Þýskalands í dag en fyrir valinu stóðu þýskir blaðamenn. Reus sem er sóknarþenkjandi miðjumaður sem skoraði 18 mörk í 32 leikjum á síðasta tímabili í Bundesligunni.

Reus sem gekk til liðs við uppeldisklúbb sinn, Dortmund um daginn átti stóran þátt í að Borussia Monchengladbach komst í Meistaradeildina á síðasta tímabili. Hjá Dortmund hittir hann fyrir Jurgen Klopp sem valinn var besti þjálfari ársins í sömu verðlaunaafhendingu.

Reus sem er aðeins 23 ára gekk aftur til liðs við uppeldisklúbb sinn sem eru ríkjandi deildar- og bikarmeistarar og hunsaði á sama tíma áhuga Bayern Munchen, Real Madrid, Inter og Manchester City.

Hann á átta landsleiki að baki með þýska landsliðinu og hefur skorað í þeim tvö mörk, þar af var annað þeirra glæsilegt mark á EM í sumar gegn Grikkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×