Golf

Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Brynjar Kristinsson.
Alfreð Brynjar Kristinsson.
Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka.

„Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju.

„Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×